Fyrir liggja umræður um sveitarstjórnarkosningar nýs sveitarfélags í apríl 2020.
Ungmennaráð stefnir að því að halda skuggakosningar í tengslum við sveitarstjórnarkosningar og eins að reynt verði að vekja sem mesta athygli ungs fólks á kosningunum og þeim framboðum sem bjóða fram.
Eins að hvetja til kosningaþátttöku ungs fólks í sveitarfélögunum öllum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
4.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar - undirbúningur
Fyrir liggur nýsamþykkt gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur það til að líkt og nú hefur verið samþykkt að ungmenni að 18 ára aldri fái frítt í sund þá verði einnig frítt í Héraðsþrek fyrir þennan aldurshóp.
Yrði það til þess að möguleikar ungmenna til heilsueflingar yrðu enn fleiri og myndi það einnig auka jöfnuð.
Ungmennaráð óskar eftir því að starfsmaður ráðsins fái hugmyndir frá unglingastigi grunnskólanna varðandi skipulag forvarnadagsins.
Að öðru leyti er dagskrá dagsins í vinnslu.