Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

85. fundur 09. janúar 2020 kl. 16:30 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Björn Benedikt Andrésson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Elísabeth Anna Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Krista Þöll Snæbjörnsdóttir aðalmaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Valþór Gauti Þórhallsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Forvarnadagur 2020

Málsnúmer 202001024

Fyrir liggja umræður um forvarnadag á Fljótsdalshéraði 2020.

Ungmennaráð óskar eftir því að starfsmaður ráðsins fái hugmyndir frá unglingastigi grunnskólanna varðandi skipulag forvarnadagsins.

Að öðru leyti er dagskrá dagsins í vinnslu.

2.Tómstundaframlag

Málsnúmer 201807002

Fyrir liggja nýjar reglur um tómstundaframlag Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fagnar því að tómstundaframlag sveitarfélagsins hækkar á árinu og eins að aldurstakmark hefur verið hækkað í 18 ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Kosningar í nýju sveitarfélagi 2020

Málsnúmer 202001030

Fyrir liggja umræður um sveitarstjórnarkosningar nýs sveitarfélags í apríl 2020.

Ungmennaráð stefnir að því að halda skuggakosningar í tengslum við sveitarstjórnarkosningar og eins að reynt verði að vekja sem mesta athygli ungs fólks á kosningunum og þeim framboðum sem bjóða fram.

Eins að hvetja til kosningaþátttöku ungs fólks í sveitarfélögunum öllum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar - undirbúningur

Málsnúmer 201711053

Í vinnslu.

5.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201702144

Fyrir liggur nýsamþykkt gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur það til að líkt og nú hefur verið samþykkt að ungmenni að 18 ára aldri fái frítt í sund þá verði einnig frítt í Héraðsþrek fyrir þennan aldurshóp.

Yrði það til þess að möguleikar ungmenna til heilsueflingar yrðu enn fleiri og myndi það einnig auka jöfnuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.