Kosningar í nýju sveitarfélagi 2020

Málsnúmer 202001030

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 85. fundur - 09.01.2020

Fyrir liggja umræður um sveitarstjórnarkosningar nýs sveitarfélags í apríl 2020.

Ungmennaráð stefnir að því að halda skuggakosningar í tengslum við sveitarstjórnarkosningar og eins að reynt verði að vekja sem mesta athygli ungs fólks á kosningunum og þeim framboðum sem bjóða fram.

Eins að hvetja til kosningaþátttöku ungs fólks í sveitarfélögunum öllum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 05.03.2020

Fyrir liggja upplýsingar og umræður um sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 18. apríl næstkomandi.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs beinir því til þeirra framboða sem hyggjast bjóða fram í sveitarstórnarkosningum fyrir nýtt sveitarfélag að hafa samráð við ungt fólk í öllum byggðakjörnum og minnir á að skoðanir ungmenna undir kosningaaldri skipta líka máli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 91. fundur - 10.09.2020

Fyrir liggja umræður um kosningar í nýju sveitarfélagi sem fram fara 19. september 2020.

Enn og aftur hvetur ungmennaráð Fljótsdalshéraðs ungt fólk til þess að mæta á kjörstað og taka afstöðu.

Ungmennaráð sendi öllum framboðum til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi spurningar og mun birta svör framboðanna á Facebook síðu sinni "Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs".

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.