Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

91. fundur 10. september 2020 kl. 16:00 - 17:15 í Samfélagssmiðjunni
Nefndarmenn
 • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
 • Björn Benedikt Andrésson aðalmaður
 • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
 • Elísabeth Anna Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
 • Krista Þöll Snæbjörnsdóttir aðalmaður
 • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
 • Sveinn Björnsson aðalmaður
 • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
 • Valþór Gauti Þórhallsson aðalmaður
 • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir sat fundinn í gegnum síma.

1.Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla - tillaga að breytingu frá MMR

Málsnúmer 202009030

Fyrir liggja drög að breytingu á viðmiðunarstundaskrá frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs gagnrýnir harðlega áform ráðuneytisins um að minnka val nemenda í grunnskóla. Þvert á móti telur ungmennaráð að auka ætti enn frekar vægi vals á unglingastigi til að reyna að höfða til sem flestra nema og hjálpa ungmennum þannig að finna sína fjöl í námi í stað þess að beina þeim öllum í eina átt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga

Málsnúmer 202009028

Fyrir liggur tölvupóstur frá Umboðsmanni barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs gagnrýnir þá ákvörðun umboðsmanns að leggja til að sæti í ungmennaráði eigi eingöngu börn undir 18 ára aldri. Ungmennaráð telur að ákvörðunin sé ekki vel ígrunduð, ungmennaráð gætir hagsmuna allra ungmenna og er einnig góður vettvangur til að hefja starf í ráðum og nefndum sveitarfélaga.

Ungmenni upp að 20-25 ára aldri búa gjarnan ennþá á æskuheimili, stunda nám og íþróttir í sínu sveitarfélagi og þurfa því að hafa rödd og vettvang fyrir sínar skoðanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Kosningar í nýju sveitarfélagi 2020

Málsnúmer 202001030

Fyrir liggja umræður um kosningar í nýju sveitarfélagi sem fram fara 19. september 2020.

Enn og aftur hvetur ungmennaráð Fljótsdalshéraðs ungt fólk til þess að mæta á kjörstað og taka afstöðu.

Ungmennaráð sendi öllum framboðum til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi spurningar og mun birta svör framboðanna á Facebook síðu sinni "Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs".

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ungmennaráð í sameinuðu sveitarfélagi

Málsnúmer 201911120

Fyrir liggja umræður um fyrirkomulag ungmennaráðs í nýju sveitarfélagi.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að haldið verði úti öflugu ungmennaráði í nýju sveitarfélagi.

Ráðið sem nú situr leggur til að það fái að halda sínu hlutverki út starfstímabilið 2019-2021 en bæta við fulltrúum hinna byggðakjarnanna. Þannig fái ungmenni í nýju sveitarfélagi tækifæri til að móta störf nýs ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:15.