Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla - tillaga að breytingu frá MMR

Málsnúmer 202009030

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 91. fundur - 10.09.2020

Fyrir liggja drög að breytingu á viðmiðunarstundaskrá frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs gagnrýnir harðlega áform ráðuneytisins um að minnka val nemenda í grunnskóla. Þvert á móti telur ungmennaráð að auka ætti enn frekar vægi vals á unglingastigi til að reyna að höfða til sem flestra nema og hjálpa ungmennum þannig að finna sína fjöl í námi í stað þess að beina þeim öllum í eina átt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.