Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga

Málsnúmer 202009028

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 91. fundur - 10.09.2020

Fyrir liggur tölvupóstur frá Umboðsmanni barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs gagnrýnir þá ákvörðun umboðsmanns að leggja til að sæti í ungmennaráði eigi eingöngu börn undir 18 ára aldri. Ungmennaráð telur að ákvörðunin sé ekki vel ígrunduð, ungmennaráð gætir hagsmuna allra ungmenna og er einnig góður vettvangur til að hefja starf í ráðum og nefndum sveitarfélaga.

Ungmenni upp að 20-25 ára aldri búa gjarnan ennþá á æskuheimili, stunda nám og íþróttir í sínu sveitarfélagi og þurfa því að hafa rödd og vettvang fyrir sínar skoðanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.