Fyrir liggja umræður um fyrirkomulag ungmennaráðs í sameinuðu sveitarfélagi.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á það að haft verði samráð við ungmennaráð og ungt fólk í byggðarkjörnunum fjórum þegar hugað er að útfærslu ungmennaráðs og öðru er varðar stjórnsýslu nýs sveitarfélags.
Fyrir liggja umræður um fyrirkomulag ungmennaráðs í nýju sveitarfélagi.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að haldið verði úti öflugu ungmennaráði í nýju sveitarfélagi.
Ráðið sem nú situr leggur til að það fái að halda sínu hlutverki út starfstímabilið 2019-2021 en bæta við fulltrúum hinna byggðakjarnanna. Þannig fái ungmenni í nýju sveitarfélagi tækifæri til að móta störf nýs ungmennaráðs.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á það að haft verði samráð við ungmennaráð og ungt fólk í byggðarkjörnunum fjórum þegar hugað er að útfærslu ungmennaráðs og öðru er varðar stjórnsýslu nýs sveitarfélags.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.