Fyrir liggja umræður um fyrirkomulag ungmennaráðs í sameinuðu sveitarfélagi.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á það að haft verði samráð við ungmennaráð og ungt fólk í byggðarkjörnunum fjórum þegar hugað er að útfærslu ungmennaráðs og öðru er varðar stjórnsýslu nýs sveitarfélags.
Fyrir liggja upplýsingar um viðburð, umhverfisvæna jólainnpökkun, sem haldinn verður í Vegahúsinu miðvikudaginn 11. desember 2019 sem samvinnuverkefni ungmennaráðs, félagsmiðstöðvarinnar Nýungar og Vegahússins ungmennahúss.
Ungmennaráð hvetur íbúa alla til að mæta á viðburðinn til að reyna að gera jólin, okkar stærstu neysluhátíð, aðeins umhverfisvænni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.