Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

84. fundur 04. desember 2019 kl. 16:30 - 17:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Guðmundsson formaður
  • Elísabeth Anna Gunnarsdóttir varaformaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Björn Benedikt Andrésson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Krista Þöll Snæbjörnsdóttir aðalmaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Sveinn Björnsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Valþór Gauti Þórhallsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Starfsáætlun ungmennaráðs 2019-2021

Málsnúmer 201910032

Ungmennaráð samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun ráðsins fyrir tímabilið 2019-2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ungmennaráð í sameinuðu sveitarfélagi

Málsnúmer 201911120

Fyrir liggja umræður um fyrirkomulag ungmennaráðs í sameinuðu sveitarfélagi.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á það að haft verði samráð við ungmennaráð og ungt fólk í byggðarkjörnunum fjórum þegar hugað er að útfærslu ungmennaráðs og öðru er varðar stjórnsýslu nýs sveitarfélags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Milljarður rís

Málsnúmer 201901092

Fyrir liggja umræður um fyrirkomulag Milljarður rís 2020.

Viðburðurinn, sem haldinn verður í febrúar 2020, er í vinnslu.

4.Námskeið fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 201912003

Fyrir liggja upplýsingar um möguleika á námskeiði fyrir ungmennaráð og stjórn nemendafélags ME.

Ungmennaráð leggur til að slíkt námskeið verði haldið sem fyrst og jafnframt að ungmennaráðum á Austurlandi verði boðið að taka þátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfisvæn jólainnpökkun

Málsnúmer 201912004

Fyrir liggja upplýsingar um viðburð, umhverfisvæna jólainnpökkun, sem haldinn verður í Vegahúsinu miðvikudaginn 11. desember 2019 sem samvinnuverkefni ungmennaráðs, félagsmiðstöðvarinnar Nýungar og Vegahússins ungmennahúss.

Ungmennaráð hvetur íbúa alla til að mæta á viðburðinn til að reyna að gera jólin, okkar stærstu neysluhátíð, aðeins umhverfisvænni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:20.