Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

87. fundur 05. mars 2020 kl. 16:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Elísabeth Anna Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Krista Þöll Snæbjörnsdóttir aðalmaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Sveinn Björnsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Þóra Jóna Þórarinsdóttir varamaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Ungt fólk og lýðræði 2020

Málsnúmer 202002034

Fyrir liggja upplýsingar um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Laugarvatni í apríl 2020.

Ungmennaráð leggur til að fulltrúar ráðsins sæki ráðstefnuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samfélagsverkefni - Erasmus

Málsnúmer 202002083

Fyrir liggja upplýsingar um samfélagsverkefni á vegum Erasmus samtakanna.

Ungmennaráð hvetur fólk sem hefur náð tilskyldum aldri eindregið til að nýta sér styrkinn til að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Vetrarþjónusta - mokstur, hálkuvarnir o.fl.

Málsnúmer 202001139

Undir þessum lið mætti Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, og svaraði spurningum ungmennaráðsmeðlima.

Þakkar ungmennaráð Gunnlaugi Rúnari kærlega fyrir komuna og greinargóð svör.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Málefni grunnskóla

Málsnúmer 202001140

Undir þessum lið mætti Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri, og svaraði spurningum ungmennaráðsmeðlima.

Þakkar ungmennaráð Helgu kærlega fyrir komuna og greinargóð svör.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Kosningar í nýju sveitarfélagi 2020

Málsnúmer 202001030

Fyrir liggja upplýsingar og umræður um sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 18. apríl næstkomandi.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs beinir því til þeirra framboða sem hyggjast bjóða fram í sveitarstórnarkosningum fyrir nýtt sveitarfélag að hafa samráð við ungt fólk í öllum byggðakjörnum og minnir á að skoðanir ungmenna undir kosningaaldri skipta líka máli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Milljarður rís

Málsnúmer 201901092

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs þakkar þeim sem mættu á Milljarður rís þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem dansað var gegn kynbundnu ofbeldi.

Ungmennaráð leggur til að unnið verði að því að þróa viðburðinn áfram og þá í samstarfi við fleiri aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tíðavörur í skóla og félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 201910192

Fyrir liggur umræða um styrkbeiðni til Alcoa vegna tíðavara í grunn- og framhaldsskóla.

Ungmennaráð felur starfsmanni ráðsins að vinna málið áfram og leita styrkja til að hægt verði að framkvæma verkefnið sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Nýung - grænfána félagsmiðstöð

Málsnúmer 202003005

Fyrir liggja til kynningar fundargerðir og önnur skjöl frá vinnu starfshóps um grænfána félagsmiðstöð.

Fundi slitið - kl. 18:30.