Tíðavörur í skóla og félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 201910192

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 83. fundur - 06.11.2019

Fyrir liggur umræða um tíðavörur í skóla og félagsmiðstöðvar á Fljótsdalshéraði.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að grunnskólar á Fljótsdalshéraði, auk félagsmiðstöðvarinnar Nýungar og Vegahússins ungmennahúss hafi til boða tíðavörur á salernum. Jafnframt verði reynt að velja umhverfisvænasta kostinn í því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 57. fundur - 28.11.2019

Fyrir liggur bókun ungmennaráðs frá 6. nóvember 2019 vegna tíðavara í grunnskólum og félagsmiðstöðvum.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar tillögu ungmennaráðs um að grunnskólar á Fljótsdalshéraði, auk félagsmiðstöðvarinnar Nýungar og Vegahússins ungmennahúss hafi til boða tíðavörur á salernum. Jafnframt verði reynt að velja umhverfisvænasta kostinn í því.

Starfsmanni falið að koma tillögunni til forráðamanna þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 05.03.2020

Fyrir liggur umræða um styrkbeiðni til Alcoa vegna tíðavara í grunn- og framhaldsskóla.

Ungmennaráð felur starfsmanni ráðsins að vinna málið áfram og leita styrkja til að hægt verði að framkvæma verkefnið sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.