Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201702144

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 56. fundur - 01.03.2017

Ungmennaráð beinir því til íþrótta- og tómstundanefndar að endurskoða gjaldskrá íþróttamiðstöðvar með tilliti til afsláttar fyrir ungmenni. Þá óskar ungmennaráð eftir aðkomu að vinnu við endurskoðun.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 29. fundur - 22.03.2017

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar ungmennaráði fyrir ábendinguna. Farið verður í endurskoðun á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar með tilliti til ungmenna og í samráði við ungmennaráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 35. fundur - 11.10.2017

Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum var yfirfarin af Ungmennaráði sem gerði tillögur að breytingum gjaldskrár fyrir ungmenni í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Ungmennaráði fyrir tillögurnar og leggur til að farið verði í endurskoðun á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar. Málið unnið áfram í samstarfi við forstöðumann Íþróttamiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 19.10.2017

Ungmennaráð þakkar íþrótta- og tómstundanefnd fyrir góð viðbrögð við beiðni um endurskoðun gjaldskrár Íþróttamiðstöðvar fyrir ungmenni, sem tekin var fyrir á fundi nefndarinnar 11. október 2017. Óskar Ungmennaráð jafnframt eftir því að fá að taka áfram þátt í útfærslu gjaldskrárinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 85. fundur - 09.01.2020

Fyrir liggur nýsamþykkt gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur það til að líkt og nú hefur verið samþykkt að ungmenni að 18 ára aldri fái frítt í sund þá verði einnig frítt í Héraðsþrek fyrir þennan aldurshóp.

Yrði það til þess að möguleikar ungmenna til heilsueflingar yrðu enn fleiri og myndi það einnig auka jöfnuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 59. fundur - 23.01.2020

Fyrir liggur bókun ungmennaráðs varðandi gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir ungt fólk, en ráðið leggur til að frítt sé í Héraðsþrek fyrir ungmenni upp að 18 ára aldri.

Íþrótta- og tómstundanefnd telur ekki tímabært að breyta gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar frekar, enda gjaldskrá 2020 nýsamþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.