Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

61. fundur 19. október 2017 kl. 16:10 - 18:05 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
 • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
 • Erla Jónsdóttir formaður
 • Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir aðalmaður
 • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
 • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
 • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
 • Ásta Dís Helgadóttir varaformaður
 • Sigdís Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Betri bær - ábendingar 10. bekkinga Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201710010Vakta málsnúmer

Ungmennaráð þakkar 10. bekkingum kærlega fyrir frábærar hugmyndir og kennurum Egilsstaðaskóla fyrir að hvetja nemendur til að hugsa um leiðir til að gera bæinn okkar enn betri.

Lagt er til að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki sérstaklega til umfjöllunar tillögur að aukinni afþreyingu í Selskógi, brú innan svæðisins og stækkun útivistarsvæðis, t.d. með tilliti til fjallahjólabrautar.

Þá leggur Ungmennaráð til að atvinnu- og menningarnefnd skoði tillögur að uppbyggingu starfsemi sem tengist Lagarfljótinu og Lagarfljótsorminum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ráðstefnan Sýnum karakter

Málsnúmer 201710023Vakta málsnúmer

Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir kynnti ferð sína á ráðstefnuna Sýnum karakter, sem haldin var á vegum UMFÍ og ÍSÍ í lok september. Á ráðstefnunni var ætlunin að varpa ljósi á hvers vegna ungmenni hætta þátttöku í íþróttum og hvers vegna þátttaka barna af erlendum uppruna í íþróttastarfi er minni.

Gestir

 • Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir - mæting: 16:50

3.Hjólabrettarampar

Málsnúmer 201610093Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að unnið verði áfram í málinu, en það hefur legið í dvala í langan tíma. Jafnframt leggur ráðið til að næsta nágrenni Egilsstaðaskóla verði skoðað með það fyrir augum að færa rampana þangað og gera þar góða aðstöðu fyrir reiðhjólafólk og hjólabrettaiðkendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201702144Vakta málsnúmer

Ungmennaráð þakkar íþrótta- og tómstundanefnd fyrir góð viðbrögð við beiðni um endurskoðun gjaldskrár Íþróttamiðstöðvar fyrir ungmenni, sem tekin var fyrir á fundi nefndarinnar 11. október 2017. Óskar Ungmennaráð jafnframt eftir því að fá að taka áfram þátt í útfærslu gjaldskrárinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Spurningar til stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga 2017.

Málsnúmer 201710027Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hvetur ungt fólk með kosningarétt til að nýta hann í komandi Alþingiskosningum.

Þá felur ráðið starfsmanni að senda spurningalista til allra framboða í Norðausturkjördæmi og koma svörum á heimasíðu sveitarfélagsins og Facebooksíðu Ungmennaráðs til upplýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Sýndu hvað í þér býr - námskeið á vegum UMFÍ

Málsnúmer 201710028Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshérað sat, ásamt ungmennaráði Fjarðabyggðar, námskeiðið Sýndu hvað í þér býr í dag, fimmtudaginn 19. október 2017, en námskeiðið er haldið á vegum UMFÍ.

Tókst námskeiðið vel og þakkar Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs UMFÍ fyrir að standa fyrir námskeiðinu og leggur til að það verði haldið árlega fyrir nýja meðlimi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Landsmót Samfés 2017

Málsnúmer 201710034Vakta málsnúmer

Almar Aðalsteinsson kynnti Landsmót Samfés, sem haldið var á Egilsstöðum í byrjun október, en Landsmótið tókst með miklum ágætum. Þá var Landsþing ungs fólks haldið sömu helgi.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fagnar því að samkomur sem þessar séu haldnar í sveitarfélaginu og þakkar Árna Pálssyni, Reyni Hólm Gunnarssyni og starfsfólki Samfés kærlega fyrir frábæra skipulagningu og utanumhald.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:05.