Hjólabrettarampar

Málsnúmer 201610093

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Lagt er fyrir nefndina erindi af Betra Fljótsdalshéraði, Hjólabrettarampar dagsett 31.10.2016.
"Mig langar að stinga upp á að hjólabrettaramparnir við Sláturhúsið verði færðir að t.d. að íþróttahúsi eða skóla. Nú er þar fullt af glerbrotum og járnarusli auk mikillar umferðar í nágrenninu, en þeir eru vinsælir af ca. 10 ára hjólandi börnum og gætu verið á barnvænna svæði."
Meðfylgjendur 26.
Mótfallnir 0.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna áhuga skólastjórnenda Egilsstaðaskóla á að taka við hjólabrettarömpunum að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 19.10.2017

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að unnið verði áfram í málinu, en það hefur legið í dvala í langan tíma. Jafnframt leggur ráðið til að næsta nágrenni Egilsstaðaskóla verði skoðað með það fyrir augum að færa rampana þangað og gera þar góða aðstöðu fyrir reiðhjólafólk og hjólabrettaiðkendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.