Umhverfis- og framkvæmdanefnd

58. fundur 09. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:53 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að tveimur liðum yrði bætt við, Umsókn um stofnun nýrrar landareignar (Mýrar 1) og Umsókn um stofnun nýrrar landareignar (Mýrar 2) og verða þeir liðir nr. 17 og 18.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 153

Málsnúmer 1610013

Lögð er fram fundargerð Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 153 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 154

Málsnúmer 1610019

Lögð er fram fundargerð Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 154 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201602087

Lögð er fram fundargerð þriðja stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

4.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077

Lagt er fram Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016 fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Lagt fram til kynningar.

5.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

Málsnúmer 201511057

Lagt er fyrir erindið Ásgeirsstaðir frístundabyggð að lokinni auglýsingu. Samþykkt var á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 49, þann 8.6.2016 að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag dags. 27.5.2016 og 16.9.2016 yrði auglýst sbr. 1.mgr. 31.gr. og 1. og 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Ekki bárust allar umsagnir á auglýsingartíma.

Afgreiðslu erindis frestað.

6.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun

Málsnúmer 201611003

Lagt er fyrir erindið ósk um breytingu á aðalskipulagi.
Eigendur Varmalands ehf. sækjast eftir því að breyta aðalskipulagi á landsvæði norðan Stóruvíkur.
Breytingin er úr landbúnaðarnotkun í verslun- og þjónustu / frístundabyggð.
Í framhaldi af breytingu aðalskipulags verður gert deiliskipulag.
Spildan afmarkast af landi Höfða með Höfðaá, Lagarfljóti, landi Stóruvíkur, Ketilstaða og þjóðvegi 1, samkvæmt meðfylgjandi teikningu Strympa
Skipulagsráðgjöf, teikning númer 1624-02.
Meðfylgjandi er:
- Skýringarmynd
- Erindi Varmalands ehf.
- Samþykki/umboð eiganda Ketilsstaða fyrir breytingu á aðalskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin afgreiðsla þess þegar tilskilin gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Málsnúmer 201611018

Lagt er fyrir erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.
Sett hefur verið á vefinn til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald: https://www.atvinnuvegaraduneyti.is/idnadar-og-vidskiptamal/frettir/nr/9270.
Lögfræðingar sambandsins munu senda umsögn um drögin.
Frestur til að senda umsagnir er 15. nóvember nk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Nefndin gagnrýnir það að í drögunum er ekki tekið á þeim þáttum sem sveitarfélögin hafa verið að kalla eftir breytingum á, svo sem að rými sem sótt er um fyrir sé metið samkvæmt gildandi byggingarreglugerð hverju sinni, kröfur um bílastæðafjölda, aðgengi fólkflutningabíla og grenndarkynning til eigenda í fjöleignahúsum.

Nefndin leggur til að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201611007

Lögð er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs til endurskoðunar.
Meðfylgjandi er gildandi gjaldskrá, Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljósdalshéraði og drög að endurskoðaðri gjaldskrá, Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs 2017.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa gjaldskránna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Hjólabrettarampar

Málsnúmer 201610093

Lagt er fyrir nefndina erindi af Betra Fljótsdalshéraði, Hjólabrettarampar dagsett 31.10.2016.
"Mig langar að stinga upp á að hjólabrettaramparnir við Sláturhúsið verði færðir að t.d. að íþróttahúsi eða skóla. Nú er þar fullt af glerbrotum og járnarusli auk mikillar umferðar í nágrenninu, en þeir eru vinsælir af ca. 10 ára hjólandi börnum og gætu verið á barnvænna svæði."
Meðfylgjendur 26.
Mótfallnir 0.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna áhuga skólastjórnenda Egilsstaðaskóla á að taka við hjólabrettarömpunum að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu - drög að áætlun 2017

Málsnúmer 201610019

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd erindið Náttúra, Menningarminjar og ferðamenn. Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum skv. bráðabirgðaákvæði við lög nr.20/2016, Drög að áætlun vegna verkefna ársins 2017.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Atvinnu- og menningarnefndar þann 24.10.2016 og leggur til að Stapavík verði bætt inn á þennan lista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ráðning og skipulagsbreyting á skipulags- og umhverfissviði.

Málsnúmer 201609022

Lögð er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina ákvörðun deildarstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um ráðningu yfirmann eignasjóðs.
Sex umsóknir bárust í auglýsta stöðu, yfirmaður eignasjóðs.
Ákveðið var að ráða Kjartan Róbertsson, byggingafræðing í stöðuna.

Lagt fram til kynningar og nýr starfsmaður boðinn velkominn til starfa.

12.Snæfellsskáli deiliskipulag

Málsnúmer 201505173

Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð fyrir Snæfellsskála unnin af Mannvit að undangenginni kynningu á tillögu skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 7.9.2016.
Þrjár ábendingar bárust frá Forsætisráðuneytinu með bréfi dagsett 5.október 2016.
- Skilgreina þarf betur hvað felist í lítilsháttar sölu á nauðsynjum.
- Mikilvægt er að samráð verði haft við ráðuneytið í skipulagsvinnunni sjálfri þar sem umrætt svæði er innan þjóðlendu.
- Öll nýting og jarðrask sem varir lengur en í eitt ár eru því háðr samþykki ráðuneytisins skv. 3.mgr. 3.gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta.
Ábending barst frá Skipulagsstofnun að skýra þyrfti betur stærðir mannvirkja á uppdrætti og mælir Skipulagsstofnun með að byggingarreitir séu afmarkaðir með nákvæmari hætti á deiliskipulagstillögu.

Ekki bárust allar umsagnir á auglýsingartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að koma ábendingum Forsætisráðuneytisins og Skipulagsstofnunar á skipulagsráðgjafa verkefnisins.
Erindið verði lagt fram að nýju þegar frekari úrvinnsla þess berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Tjarnarland urðunarstaður 2016

Málsnúmer 201604184

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina niðurstaða á auglýstu útboði við gerð fráveituskurðar við urðunarstaðinn Tjarnarland.

Alls bárust tvö tilboð í verkið, Jónsmenn ehf og Ylur ehf.
Ylur ehf var með lægra tilboðið og var því tekið.

Lagt fram til kynningar.

14.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041

Lagt er fram að nýju samantekt þeirra tilboða er bárust í gerð Umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka tilboði VSÓ.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201608021

Lagt er fyrir erindið Umsókn um lóð, að nýju fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina.
Staðfesting lóðarúthlutunar fyrir Hamra 4 var send út á umsækjanda dags. 5.9.2016.
Greiðslufrestur er 30 dagar frá dagsetningu tilkynningar um lóðarúthlutun ella fellur lóðarveitingin úr gildi.

Með vísan í skilmála greiðslufrests afturkallar Umhverfis- og framkvæmdanefndin lóðarúthlutunina.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin úrvinnsla erindisins og lóðin sett á lista yfir lausar lóðir hjá Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Ærslabelgur í Selskóg

Málsnúmer 201610094

Lagt er fyrir erindið Ærslabelgur í Selskóg af Betra Fljótsdalshéraði dagsett 31.10.2016.
Óskað er eftir að sett verði upp ærslabelgur í Selskógi (eins og er á Einarsstöðum).
Fylgjendur tillögunni voru 14, mótmælendur 0.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar erindinu til endurskoðunar deiliskipulags Selskógar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umsókn um stofnun nýrrar landeignar

Málsnúmer 201611040

Jónína Zophoníasdóttir og Einar Zophoníasson leggja fram erindið, Umsókn um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá. Sótt er um að stofna lóð út úr jörðinni Mýrar landnr.157433, heiti nýrra landeigna verði Mýrar 1. Mannvirki sem fylgja skráningu hefur fastanúmerið 217-4800.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Umsókn um stofnun nýrrar landeignar

Málsnúmer 201611039

Jónína Zophoníasdóttir og Einar Zophoníasson leggja fram erindið, Umsókn um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá. Sótt er um að stofna lóð út úr jörðinni Mýrar landnr.157433, heiti nýrra landeigna verði Mýrar 2. Mannvirki sem fylgja skráningu hefur fastanúmerið 217-4798.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:53.