Snæfellsskáli deiliskipulag

Málsnúmer 201505173

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26. fundur - 10.06.2015

Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags við Snæfell. Deiliskipulagssvæðið er vestan undir Snæfelli miðju og meginmarkmið með skipulaginu er að bæta aðstöðu landvarða og ferðamanna á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags við Snæfell. Deiliskipulagssvæðið er vestan undir Snæfelli miðju og meginmarkmið með skipulaginu er að bæta aðstöðu landvarða og ferðamanna á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40. gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Lögð er fram skipulagslýsing dagsett 16.03.2016 vegna skipulagsáforma við Snæfellsskála, Vatnajökulsþjóðgarði. Fyrirhugað er að bæta aðstöðu landvarða og ferðamanna á svæðinu, gert er ráð fyrir stækkun salernisaðstöðu og bættu aðgengi fatlaðra. Einnig er gert ráð fyrir byggingu nýs skála fyrir landverði og hnakkageymslu við hestagirðingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Lögð er fram skipulagslýsing dagsett 16.03. 2016 vegna skipulagsáforma við Snæfellsskála, Vatnajökulsþjóðgarði. Fyrirhugað er að bæta aðstöðu landvarða og ferðamanna á svæðinu, gert er ráð fyrir stækkun salernisaðstöðu og bættu aðgengi fatlaðra. Einnig er gert ráð fyrir byggingu nýs skála fyrir landverði og hnakkageymslu við hestagirðingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 51. fundur - 06.07.2016

Lögð er fram að nýju skipulagslýsing vegna deiliskipulags Snæfellsskála, Vatnajökulsþjóðgarður Fljótsdalshéraði, dags. 16.3.2016 unnin af Mannvit.
Á fundi bæjarstjórnar 6.4.2016 var samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags Snæfellsskála, lýsingin var til sýnis á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum, á heimasíðu sveitarfélagsins og auglýst í Fréttablaðinu frá miðvikudeginum 8.júní 2016 til 30.júní 2016.
Óskað var eftir umsögnum við skipulagsáformunum og ábendingum frá íbúum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma umsögnum á ráðgjafa.

Að öðru leiti er málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Lagður er fram deiliskipulags uppdráttur og greinargerð fyrir Snæfellsskála unnin af Mannvit af undangenginni kynningu á skipulagslýsingu.
Á fundi bæjarstjórnar 6.4.2016 var samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags Snæfellsskála, skipulagslýsingin var til kynningar frá 8. júní til 30. júní 2016. Óskað var eftir umsögnum við skipulagsáformum og ábendingum frá íbúum.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr.51 þann 6.7.2016 var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma umsögnum á ráðgjafa til yfirferðar.

Nú liggur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd að lokinni vinnu ráðgjafa dags.29.7.2016, útg.4.02

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð verði auglýst skv. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Lagður er fram deiliskipulags uppdráttur og greinargerð fyrir Snæfellsskála unnin af Mannviti að undangenginni kynningu á skipulagslýsingu.
Á fundi bæjarstjórnar 6.4. 2016 var samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags Snæfellsskála, skipulagslýsingin var til kynningar frá 8. júní til 30. júní 2016. Óskað var eftir umsögnum við skipulagsáformum og ábendingum frá íbúum.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr.51 þann 6.7. 2016 var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma umsögnum á ráðgjafa til yfirferðar.

Nú liggur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd að lokinni vinnu ráðgjafa dags.29.7. 2016, útg.4.02

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð verði auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð fyrir Snæfellsskála unnin af Mannvit að undangenginni kynningu á tillögu skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 7.9.2016.
Þrjár ábendingar bárust frá Forsætisráðuneytinu með bréfi dagsett 5.október 2016.
- Skilgreina þarf betur hvað felist í lítilsháttar sölu á nauðsynjum.
- Mikilvægt er að samráð verði haft við ráðuneytið í skipulagsvinnunni sjálfri þar sem umrætt svæði er innan þjóðlendu.
- Öll nýting og jarðrask sem varir lengur en í eitt ár eru því háðr samþykki ráðuneytisins skv. 3.mgr. 3.gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta.
Ábending barst frá Skipulagsstofnun að skýra þyrfti betur stærðir mannvirkja á uppdrætti og mælir Skipulagsstofnun með að byggingarreitir séu afmarkaðir með nákvæmari hætti á deiliskipulagstillögu.

Ekki bárust allar umsagnir á auglýsingartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að koma ábendingum Forsætisráðuneytisins og Skipulagsstofnunar á skipulagsráðgjafa verkefnisins.
Erindið verði lagt fram að nýju þegar frekari úrvinnsla þess berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 63. fundur - 08.02.2017

Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð fyrir Snæfellsskála unnin af Mannvit að undangenginni kynningu á tillögu skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 7.9.2016.
Þrjár ábendingar bárust frá Forsætisráðuneytinu með bréfi dagsett 5.október 2016 og ein ábending frá Skipulagsstofnun.

Hjálagt er leiðréttur uppdráttur og greinargerð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur svo að komið hefur verið til móts við þær athugasemdir/ábendingar sem bárust.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin úrvinnsla þess skv.42.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.