Umhverfis- og framkvæmdanefnd

51. fundur 06. júlí 2016 kl. 17:00 - 18:47 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskar formaður að bætt verði við einum lið við dagskránna sem er fundargerð fjallskilastjóra og verður sá liður númer 11.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Áhaldahús Fljótsdalshéraðs/eftirlitsskyrsla Vinnueftirlitsins

Málsnúmer 201606121Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitssins um endurbætur í Þjónustumiðstöð, dags. 21.6.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að kynna skýrsluna fyrir starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar og leggur áherslu á að brugðist verði við þeim athugasemdum sem þar eru gerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Erindi og gögn fyrir fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar

Málsnúmer 201606134Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi er snýr að málsmeðferð.

Öll erindi sem leggja á fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd skulu berast a.m.k. 7 dögum fyrir fund.
Ef starfsmaður óskar eftir lagfæringum á gögnum, þá þurfa leiðrétt gögn að hafa borist fyrir miðnætti 3 dögum fyrir fund.
Óskað er eftir samþykki nefndarinnar og sveitastjórnar að ný erindi sem berast er varða vinnu eða breytingar á skipulagsáætlunum eða kynningu á framkvæmdaleyfi að gjöld verði innheimt áður en erindi er lagt fyrir fundi nefnda sveitarfélagsins.
Lagt er til að innheimta afgreiðslugjald skv.14.gr. samþykktar nr. 668 en önnur gjöld áður en auglýsing á tillögu verði send út.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagt erindi en áréttar að formaður áskilur sér rétt til að bæta við erindi ef hann telur brýna þörf fyrir afgreiðslu þess.

Með vísun í 14.gr. samþykktar nr.668, gjöld vegna vinnu eða breytinga á skipulagsáætlunum, þá samþykkir Umhverfis- og framkvæmdanefnd fyriráætlanir um innheimtu gjalda undir gr.14.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð 130. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201606147Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands nr. 130 sem haldinn var símleiðis þann 29.6.2016 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

4.Gangbrautir

Málsnúmer 201606144Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Sesselju Ósk P. Friðjónsdóttur íbúa við Tjarnarbraut. Erindið varðar að fjölga gangbrautum frá Tjarnarbrautinni yfir í Tjarnargarðinn.
"Tjarnargarðurinn er nokkuð mikið notaður, börnin okkar eru að labba í gegnum hann og hjóla en þegar kemur að enda göngustígarins við tjarnabrautina tekur bara við gatan en engin gangbraut og bílstjórar ekki endilega með augun á þessum stað"
Einnig er vakin athygli á því að engin göngustígur liggi frá Tjarnarbrautinni að sjoppunni Skálinn.
Meðfylgjandi eru myndir og tölvupóstur sendanda erindis til frekari skýringa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar erindinu til Umferðaröryggishóps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195Vakta málsnúmer

Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, Landsskipulagsstefna 2015-2016, dags. 16.6.2016 til kynningar.
Málið var áður á dagskrá 30.4.2015.

Samþykkt að skipulags- og byggingarfulltrúi verði sérstakur tengiliður við verkefnið.

Erindið að öðru leiti lagt fram til kynningar.

6.Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Málsnúmer 201606141Vakta málsnúmer

Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. Á fjárlögum 2016 er á fjárlagalið 04-599, 1.23, tímabundin fjárheimild að fjárhæð kr. 67 m.kr. á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið "Rafbílar átak í innviðum"
Til úthlutunar í átaksverkefninu eru 67 m.kr. á ári á þriggja ára tímabili. Hægt er að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir fjárfestingarstyrkir og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði verkefnis, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 185/2016. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 m.kr. á ári. Lágmarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 2 m.kr. á ári.
Umsóknarfrestur er til 1. október 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Frey Ævarssyni erindið til athugunar í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa og leggja fram tillögu á næsta fundi nefndarinnar.

7.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 201606109Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir tilnefningu í tvær nefndir.

Þéttbýli:
Einn fulltrúa úr umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Dreifbýli:
Fulltrúa frá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefnir eftirtalda aðila:

Ágústu Björnsdóttur í nefnd umhverfisviðurkenningar fyrir þéttbýli.
Árna Kristinsson í nefnd umhverfisviðurkenningar fyrir dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201104043Vakta málsnúmer

Erindið var síðast á fundi nr.50, dags. 22.6.2016.

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð, og afstaða ráðuneytis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda skipulagstillögu á Skipulagsstofnun til umfjöllunar. Úrvinnsla erindisins samkvæmt 1.mgr. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 fer fram eftir að álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á 14. gr. Samþykktar nr. 668.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Stöðuleyfi fyrir verkfæra/garðskúr við púttvöll

Málsnúmer 201606111Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi frá Ólöf E. Gísladóttur er varðar stöðuleyfi fyrir verkfæra/garðskúr við púttvöll að nýju.
Garðskúrinn sem var pantaður skemmdist í flutningum. Stöðuleyfishafa hefur verið boðin annar skúr sem er að vísu stærri, því er óskað eftir því að nefndin taki stöðuleyfið til endurskoðunar og heimili stöðuleyfi fyrir 7,5 fermetra stóran garðskúr norðar við Fagradalsbraut 9-11.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Snæfellsskáli deiliskipulag

Málsnúmer 201505173Vakta málsnúmer

Lögð er fram að nýju skipulagslýsing vegna deiliskipulags Snæfellsskála, Vatnajökulsþjóðgarður Fljótsdalshéraði, dags. 16.3.2016 unnin af Mannvit.
Á fundi bæjarstjórnar 6.4.2016 var samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags Snæfellsskála, lýsingin var til sýnis á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum, á heimasíðu sveitarfélagsins og auglýst í Fréttablaðinu frá miðvikudeginum 8.júní 2016 til 30.júní 2016.
Óskað var eftir umsögnum við skipulagsáformunum og ábendingum frá íbúum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma umsögnum á ráðgjafa.

Að öðru leiti er málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundir fjallskilastjóra 2016

Málsnúmer 201607005Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð fundar Fjallskilastjóra 2016, dags.22.6.2016 til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar eftirfarandi úr lið 3 í fundargerðinni, "Þess sé krafist að Matvælastofnun sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar."

Fundargerð fjallskilastjóra að öðru leiti lögð fram til kynningar.
Næsti fundur nefndarinnar verður miðvikudaginn 3. ágúst.

Fundi slitið - kl. 18:47.