Lagt er fram erindi púttáhugahóps eldri borgara þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir fjögurra fermetra áhaldaskúrs á opnu svæði norðan við Fagradalsbraut nr. 9 til geymslu á slátturvél, áhöldum og tækjum tengdu pútti.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis fyrir umræddum skúr. Staðsetning áhaldaskúrsins skal gerð í fullu samráði við starfsmann sveitarfélagsins
Lagt er fram erindi púttáhugahóps eldri borgara, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir fjögurra fermetra áhaldaskúrs á opnu svæði norðan við Fagradalsbraut nr. 9 til geymslu á sláttuvél, áhöldum og tækjum tengdu pútti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis fyrir umræddum skúr. Staðsetning áhaldaskúrsins skal gerð í fullu samráði við starfsmann sveitarfélagsins.
Lagt er fram erindi frá Ólöf E. Gísladóttur er varðar stöðuleyfi fyrir verkfæra/garðskúr við púttvöll að nýju. Garðskúrinn sem var pantaður skemmdist í flutningum. Stöðuleyfishafa hefur verið boðin annar skúr sem er að vísu stærri, því er óskað eftir því að nefndin taki stöðuleyfið til endurskoðunar og heimili stöðuleyfi fyrir 7,5 fermetra stóran garðskúr norðar við Fagradalsbraut 9-11.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis fyrir umræddum skúr. Staðsetning áhaldaskúrsins skal gerð í fullu samráði við starfsmann sveitarfélagsins
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.