Umhverfis- og framkvæmdanefnd

50. fundur 22. júní 2016 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Bætt hefur verið við þremur erindum að beiðni formanns, liður 17. Stöðuleyfi fyrir verkfæra/garðskúr við púttvöll, 18. Stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli og 19. Umhverfisviðurkenningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Tilkynning vegna umsókna sveitarfélaga um framlög vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði

Málsnúmer 201606084

Lögð er fram tilkynning frá Varasjóði húsnæðismála um framlög vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði. Með vísun í reglugerð nr. 656/2002 er áætlað að ráðstafað verði að hámarki 20 milljónum vegna ársins 2016 og 20 milljónum á árinu 2017 til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra íbúða. Skilyrði fyrir afgreiðslu umsóknar er: Að félagslegt húsnæði hafi staðið autt og lítil eftirspurn sé eftir húsnæði til leigu í sveitarfélaginu. Að samhliða sölu eignar verði gerðar breytingar á rekstri félagslegs húsnæðis. Umsókn fylgi rekstraráætlun sveitarfélags um rekstur félagslegs húsnæðis fyrir og eftir sölu eigna. Að með sölu eignarinnar sé leitast við að gera rekstur félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu sjálfbæran.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hreini Halldórssyni.

Umhverfis og framkvæmdanefnd telur að ekki sé ástæða að sækja um framlög vegna sölu félagslegra íbúða að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 201606109

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði Umhverfisviðurkenning í ár. Viðurkenning er veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í frágangi, viðhaldi og mögulega hönnun umhverfis og húsa.

Lagt er til að veita viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:
- Snyrtilegasta lóðin, íbúðarsvæði.
- Snyrtilegasta lóðin, atvinnusvæði.
- Snyrtilegasta jörðin í ábúð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn tilnefni í áðurnefnda flokka og leggi fyrir nefndina.

Tilnefningar þurfa berast eigi síðar en 1.ágúst 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli

Málsnúmer 201606114

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur til athugunar erindi um stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að gera tillögu að staðsetningu bílastæðis og leggja fyrir fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Stöðuleyfi fyrir verkfæra/garðskúr við púttvöll

Málsnúmer 201606111

Lagt er fram erindi púttáhugahóps eldri borgara þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir fjögurra fermetra áhaldaskúrs á opnu svæði norðan við Fagradalsbraut nr. 9 til geymslu á slátturvél, áhöldum og tækjum tengdu pútti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis fyrir umræddum skúr. Staðsetning áhaldaskúrsins skal gerð í fullu samráði við starfsmann sveitarfélagsins

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201104043

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals að nýju.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í
aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð, og afstaða ráðuneytis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindisins.

6.Klettasel 1-6,br. deiliskipulag

Málsnúmer 201606102

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd VAPP ehf. um breytingar á deiliskipulagi fyrir Klettasel 1-6. Erindi er svohljóðandi:
Á meðfylgjandi teikningu er tillaga að nýju skipulagi lóða við Klettasel. Lóðum er fjölgað um tvær og parhús eru innan útmarka fyrri byggingarreita utan þess að byggingarreitur fyrir parhús 5-7 er stækkaður um 1m til austurs, í átt að óbyggðu landi og byggingarreitur fyrir parhús 6-8 er færður um 2m til austurs. Þetta er gert til að auka millibil á milli húsa í 8m.
Á meðfylgjandi teikningu er tillaga að nýrri skiptingu lóða við Klettasel og staðsetningu parhúsa á lóðum. Eldri byggingarreitir eru sýndir.
Þessi tillaga að skipulagi lóða gerir ráð fyrir að ytri byggingarreitur á lóðum 2-8 sé fullnýttur en ekki sá innri. Líta má svo á að innir og ytri byggingarreit sé speglað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið sbr. 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingafulltrúa það til afgreiðslu skv. 3.mgr. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn fyrir breytingu á deiliskipulagi liggja fyrir og að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Beiðni um stöðuleyfi gáma og bráðabirgðaaðstöðu á lóð

Málsnúmer 201606100

Lagt er fram erindi Landstólpa ehf. Beiðni um stöðuleyfi gáma og bráðabirgðaaðstöðu á lóð.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tvo 12 metra gáma sem staðsettir yrðu út frá húsi, í norðvestur á lóð með sjö metra á milli sín, sjá mynd á meðfylgjandi lóðarblaði.
Ofangreind bráðabirgðalausn er neyðarúrræði þar sem unnið er að breytingum á miðbæjarskipulagi Egilsstaða sem snertir starfsemi Landstólpa á svæðinu miklu máli sbr. áðursendar athugasemdir fyrirtækisins sendar 5.febrúar og 11.febrúar sl.
Lagt verður áhersla á að frángangur vegna þessa sé snyrtilegur og fyrirtækinu til sóma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa mæliblað eftir framlagðri teikningu frá Landstólpa sem sýnir tímabundna færslu á lóðarmörkum og þinglýsa. Nefndin samþykkir erindið að öðru leiti og vísar erindi um stöðuleyfi til Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þegar vinna við mæliblaðsgerð er lokið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 201606095

Lagt er fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 8.júní 2016 er varðar ósk um ábendingar eða tillögur til breytinga á ákvæðum laga nr. 106/2000 um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum, tímalengd ákvarðana um matsskyldu, endurskoðun matsskýrslu, innheimtu Skipulagsstofnunar á kostnaði vegna málsmeðferðar framkvæmda sem heyra undir lögin eða viðmiðunargildum framkvæmda í 1. viðauka laganna.Tillögur eða ábendingar berist ráðuneytinu í síðasta lagi þann 1.júlí nk. meðbréfpósti eða á netfangið postur@uar.is.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur ekki tillögu fram að færa að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO

Málsnúmer 201606090

Lagt er fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 10.júní 2016, Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO.Ráðuneytið sendir formlegt erindi um verkefnið til sveitarstjórnarmanna og býður þeim að taka þátt í því með reglulegu samráði um tilnefninguna meðan á vinnslu hennar stendur. Þau sveitarfélög sem hafa aðkomu að þjóðgarðinum eru SKútustaðahreppur, Norðurþing, Þingeyjarsveit, Fljótsdalshreppi, Norðurhéraði, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Ásahreppur og Rangárþing ytra. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um sjónarmið sveitarstjórna til þess að Vatnajökulsþjóðgarður verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og óskar eftir því að fá að fylgjast með framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201506116

Lagt er fram að nýju verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna sem samþykkt var í bæjarstjórn 16.12.2015. Erindið er lagt fram að nýju til endurskoðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tekið verði til athugunar að setja takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 149

Málsnúmer 1606012

Lögð er fram fundargerð Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa dags. 15.06.2016, nr.149 til kynningar.

Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

12.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201409088

Klettasel 1-5 var úthlutað Jóni Arnsórssyni þann 23.09.2014 og staðfest í bæjarstjórn Fljótsdalshérað þann 01.10.2014. Ekkert hefur aðhafst í málinu frá þeim tíma af beggja hálfu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd afturkallar lóðarúthlutina sem staðfest var í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 1.10.2014 fyrir Klettasel 1-5.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Tillaga um að fjölga ruslatunnum við göngustíga/gangstéttir

Málsnúmer 201605013

Lagt er fram að nýju hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem kom fram sú hugmynd að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttar í bænum.Niðurstaða fundar nr. 47, dags.11.05.2016 var samþykkt að fela starfsmanni að gera úttekt á fjöldi ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun. Hjálagt er teikning af Fellabæ og Egilsstöðum sem sýnir núverandi ruslatunnur og einnig drög af mögulegum staðsetningum tunna dags.09.06.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að í forgangi verði að koma upp ruslatunnum í þeim hverfum sem engar ruslatunnur eru til staðar, við strætóstoppistöðvar og Fellavöll. Síðar verði skoðað að fjölga ruslatunnum við göngu- og hjólastíga.

Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhjóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um stækkun lóðar Mjólkursamsölunnar á Egilsstöðum

Málsnúmer 201606068

Lagt er fram erindi Eflu ehf. fyrir hönd Mjólkursamsölunar ehf. á Egilsstöðum. Á síðustu árum hefur MS stækkað bíla sína og sett aftaní þá stóru vagna, þannig að snúningspláss á núverandi lóð er ekki fullnægjandi.
MS á Egilsstöðum óskar eftir að fá leyfi til jarðvegsskipta og malbika part af graseyjunni og keyri með framendann á bílunum upp á gangstéttina og eyjuna í þessi skipti sem þeir bakka þessum stærstu bílum að húsinu.
MS mun sjá um þessar framkvæmdir.

Málið er í vinnslu.

15.Beiðni um girðingu milli tjaldstæðis og Mjólkurstöðvar

Málsnúmer 201606069

Lagt er fram erindi Lúðvíks Hermannssonar fyrir hönd Mjólkursamsölunar ehf. Rekstraraðilar MS hafa áhyggjur af slysahættu, þar sem Mjólkursamsalan notast við stóra bíla og aftanívagna á ferðinni alveg við lóðarmörk þar sem gestir sveitarfélagsins eru á tjaldsvæðinu. Óskað er sé eftir því að sett verði upp varanleg girðing á milli þessara lóða sem MS og Fljótsdalshérað munu koma sameiginlega að, girðing verði sett upp vorið 2017.

Málið er í vinnslu.

16.Umsókn um leyfi til að halda torfærukeppni

Málsnúmer 201606060

Lagt er fram erindi, dagsett 08.06.2016 frá Kristdór Þór Gunnarssyni fyrir hönd akstursíþróttaklúbbsins START á Egilsstöðum, með beiðni um að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýnes laugardaginn 2. júlí 2016 frá klukkan 9:00 til c.a. kl.18:00. START mun sjá um umgengni og þrif á svæðinu og að það verði til fyrirmyndar. Meðfylgjandi erindi er umsögn Brunavarna Austurlands, HAUST og lögreglu umdæmisins, loftmynd frá umsækjanda ásamt skýringum og samþykki landeiganda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða leyfið, fh. sveitarfélagsins í samráði við slökkviliðsstjóra.
Jafnframt ítrekar nefndin bókun bæjarráðs af fundi nr.299, dags. 15.06.2015 en þar er mælst til þess að framvegis verði slíkar umsóknir sendar inn með að lágmarki fjögurra vikna fyrirvara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Davíðsstaðir deiliskipulag

Málsnúmer 201604053

Lagt er fram erindi Logg landfræði og ráðgjöf slf. fyrir hönd Dos Samsteypunar ehf. dags.7.apríl 2016, Lýsing vegna skipulagsáforma Davíðsstaða.Skipulagssvæðið er vestan við Borgarfjarðarveg (nr. 94) og hét áður Hleinargarður II og er skipulagt semfrístundarbyggð alls 89 lóðir. Með nýju skipulagi mun lóðunum fækka og í stað frístundarbyggðar verður landskilgreint sem landbúnaðland fyrir skógrækt. Samhliða vinnu að nýju deiliskipulagi verður unnið að breytinguá Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í skipulagsáform erindisins. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa skipulagslýsingu Davíðsstaða sbr. ákvæði 30. og 40.gr. skipulagslaga 123/2010 þegar skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2015/sk

Málsnúmer 201606061

Lögð er fram skýrsla Landsvirkjunnar LV-2016-074, Vatna- og sundfugla á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2016 til kynningar, dags. 01.06.2016.Tillaga að bókun:Skýrsla LV-2016-074 lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem enn eru svo miklar breytingar / sveiflur í fjölda fugla á rannsóknarsvæðinu leggur nefndin til að áfram verði fylgst með þróun mála.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Almenningssamgöngur og skólaakstur/útboð

Málsnúmer 201606086

Lögð er fram útboðs- og verklýsing fyrir almenningssamgöngur og skólaakstur á Fljótsdalshéraði ásamt tilboðum til yfirferðar og samþykktar.

Undir þessum lið situr Freyr Ævarsson, Helga Guðmundsdóttir og Fræðslunefnd.

Í opnunarfundargerð útboðsins kom fram athugasemd frá Hlyni Bragasyni varðandi þátttöku bæjarfulltrúa í útboði á vegum sveitarfélagsins.

Fyrir liggur lögfræðiálit frá Jóni Jónssyni hrl. varðandi athugasemd Hlyns Bragasonar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur tilboð Páls Sigvaldasonar slf. ógilt samkvæmt fyrirliggjandi lögfræðiáliti.

Já sögðu 4 (ÁK, GRE, ÁB, EK) 1 situr hjá (BS).

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að samið verði við:

1.1 Almenningssamgöngur í þéttbýli:
Sæti hópferðir ehf. með 23.400.000,-kr
1.2.1 Akstur úr félagsmiðstöð:
Sæti hópferðir ehf. með 1.440.000,-kr
1.2.2 Egilsstaðir - Brúarás:
Sæti hópferðir ehf. með 8.000.000,-kr

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.