Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201104043

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 50. fundur - 22.06.2016

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals að nýju.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í
aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð, og afstaða ráðuneytis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindisins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 51. fundur - 06.07.2016

Erindið var síðast á fundi nr.50, dags. 22.6.2016.

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð, og afstaða ráðuneytis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda skipulagstillögu á Skipulagsstofnun til umfjöllunar. Úrvinnsla erindisins samkvæmt 1.mgr. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 fer fram eftir að álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á 14. gr. Samþykktar nr. 668.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349. fundur - 11.07.2016

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð, og afstaða ráðuneytis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarráð skipulags- og byggingarfulltrúa að senda skipulagstillögu á Skipulagsstofnun til umfjöllunar. Úrvinnsla erindisins samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 fer fram eftir að álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir.
Jafnframt er vakin athygli á 14. gr. Samþykktar nr. 668.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Samþykkt var á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 51 að senda skipulagstillögu á Skipulagsstofnun tl umfjöllunar.

Ráðgjafi leggur nú fram lagfærðan uppdrátt og greinargerð með svörum og leiðréttingum þar sem brugðist var við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa tillögu skv. 1.mgr. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar, fyrir hönd Vilhjálms Vernharðssonar, ábúanda Möðrudals.

Nú hefur landbúnaðarráðuneyti gefið samþykki sitt fyrir áformum ábúanda. Áform standa til að byggja tvö hús í haust og á vetri komanda. Tólf herbergja gistihús og upplýsinga- og þjónustuhús fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Heimild er í 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sveitarstjórnir að falla frá gerð skipulagslýsingar ef "allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi."
Deiliskipulagstillaga sem gerð hefur verið er í fullu samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Aðalskipulag gerir ráð fyrir upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Möðrudal, reitur V21 verslun og þjónusta gerir ráð fyrir tjaldstæðum, gistingu og veitingasölu auk þess sem skipulagssvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Stefna er sett fram í aðalskipulagi að smávirkjunum fjölgi.

Samþykkt var á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 51 að senda skipulagstillögu á Skipulagsstofnun til umfjöllunar.

Ráðgjafi leggur nú fram lagfærðan uppdrátt og greinargerð með svörum og leiðréttingum þar sem brugðist var við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga, frumteikningar að gistihúsi og upplýsingamiðstöð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýsa tillögu skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SBl.)

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 59. fundur - 23.11.2016

Lögð er tillaga að deiliskipulagi Möðrudals að nýju.
Athugasemdir/ábendingar bárust á auglýsingartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að koma athugasemdum/ábendingum á skipulagsráðgjafa.

Að öðru leiti er málið í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61. fundur - 11.01.2017

Lögð er leiðrétt tillaga að deiliskipulagi Möðrudals ásamt svarbréfi frá Birni Sveinssyni frá Verkís ehf., skipulagsráðgjafa umsækjanda fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur svo að komið hafið verið til móts við þær athugasemdir/ábendingar sem bárust.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin úrvinnsla þess skv.42.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 65. fundur - 08.03.2017

Lagt er fyrir nefndina bréf Skipulagsstofnunar, umsögn á deiliskipulag Möðrudals á Fjöllum, þar sem stofnunin hefur yfirfarið innsend gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, í níu liðum.

Fyrir liggja svör skipulagsráðgjafa við ábendingum Skipulagsstofnunar og leiðréttur uppdráttur á deiliskipulagi Möðrudals á Fjöllum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til skipulagsráðgjafa að bregðast við tilmælum HAUST og Skipulagsstofnunar varðandi fráveitumál.

Nefndin samþykkir að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þegar leiðréttur uppdráttur berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66. fundur - 22.03.2017

Lagt er fyrir nefndina lagfærður uppdráttur, Möðrudalur - tillaga að deiliskipulagi og bréf samskipta milli skipulagsráðgjafa og HAUST þar sem ráðgjafi bregst við tilmælum HAUST og Skipulagsstofnunar varðandi fráveitumál.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess sbr. 42.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 73. fundur - 12.07.2017

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands varðandi afgreiðslu á deiliskipulaginu Möðrudalur á Fjöllum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa erindinu til skipulagsráðgjafa til umfjöllunar. Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afturkalla auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins úr B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93. fundur - 27.06.2018

Erindi frá Minjastofnun Íslands vegna deiliskipulags Möðrudals á Fjöllum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010 og gögn verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar, ef Skipulagsstofnun samþykkir málsmeðferð verði deiliskipulag auglýst í B- deild stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.