Umhverfis- og framkvæmdanefnd

59. fundur 23. nóvember 2016 kl. 17:00 - 21:26 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Nefndarfundur hófst klukkan 17:00 á Hótel Héraði á kynningarfundi HEF um úrlausnir í fráveitumálum. Klukkan 18:35 var fundi framhaldið í fundarsal að Lyngási 12.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að tveimur liðum yrði bætt við, Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði (Samþykkt) og Gæludýrahald og verða þeir liðir nr. 10 og 11.

1.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd erindið Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum til umfjöllunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Sorphirðudagatöl 2017

Málsnúmer 201611076

Lagðar eru fram tillögur að sorphirðudagatölum fyrir árið 2017.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

Málsnúmer 201511057

Lagt er fyrir erindið Ásgeirsstaðir frístundabyggð að lokinni auglýsingu. Samþykkt var á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 49, þann 8.6.2016 að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag dags. 27.5.2016 og 16.9.2016 yrði auglýst sbr. 1.mgr. 31.gr. og 1. og 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Athugasemd barst frá Umhverfisstofnun er snýr að deiliskipulagsuppdrætti verkefnisins.

Engar athugasemdir bárust í aðalskipulagsbreytingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda ábendingu Umhverfisstofnunar vegna deiliskipulagstillögunnar til skipulagsráðgjafa.
Jafnframt samþykkir nefndin tillögu að breyttu aðalskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201104043

Lögð er tillaga að deiliskipulagi Möðrudals að nýju.
Athugasemdir/ábendingar bárust á auglýsingartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að koma athugasemdum/ábendingum á skipulagsráðgjafa.

Að öðru leiti er málið í vinnslu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hrútahjalli

Málsnúmer 201611082

Lagt er fyrir erindi Mílu, Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fjarskiptalagnar, ljósleiðara, sem ætlað er að leggja frá fjarskiptastöðinni á Gagnheiði í fjarskiptahús á Hrútahjalla. Áætlað er að leggja sömu leið og núverandi rafstrengur í húsið liggur. Engar nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um legu hans. Lögnin verður plægð/grafin. Verk þetta er samvinnuverk Mílu og Neyðarlínunnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefndin samþykkir framlagt erindi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum/Eyvindará II

Málsnúmer 201611028

Lagt er fyrir erindi Verkís, Umsókn um samþykkt byggingaráforma.
Ferðaþjónustan að Eyvindará II hyggst auka við gistirými. Í framhaldi af byggingu gistirýmis árið 2012 hafa fjögur herbergi verið tekin úr rekstri í elsta hluta gistirýmis og plön eru um að taka tvö önnur úr rekstri. Þetta þýðir fækkun á herbergjum um sex. Til að bæta upp tekjumissi af þessum herbergjum er komin fram hugmynd um að byggja við gistiálmu sem byggð var 2012 til austurs. Viðbygging yrði á tveimur hæðum með 6 herbergjum á hvorri hæð. Tengibygging myndi hýsa lyftu sem vantað hefur. Heildarfjöldi herbergja ferðaþjónustunnar var 39 en eftir fyrirhugaða breytingu verða þau 45.
Breyting á deiliskipulagi er óveruleg. Fyrirhuguð breyting er í raun hluti af þeirri stækkun sem gert var ráð fyrir við gerð deiliskipulags en með breyttri staðsetningu. Byggingarreitur er færður en ekki stækkaður. Á meðfylgjandi skjali er sýnd færsla á byggingarreit á skýringaruppdrætti gildandi deiliskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að boða fund með hagsmunaraðilum til að kynna áformin.
Niðurstaða fundarins verði lögð fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um stöðuleyfi/torgsöluhús

Málsnúmer 201610045

Lagt er fyrir erindi um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús sem staðsetja á á lóð Miðvangs nr. 31, landnúmer: 157920 að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Votihvammur, staða skipulags og lóða.

Málsnúmer 201611079

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina deiliskipulagið Votihvammur til skoðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.
Að öðru leiti er málið í vinnslu.

9.Þjónustugjald vegna Hamrar 4.

Málsnúmer 201611080

Lagt er fyrir erindi HJH ehf. um niðurfellingu á lóðarúthlutunargjaldi.
Meðfylgjandi er erindi í tölvupósti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að með útsendum bréfum er einnig að finna útreikning lóðarúthlutunargjalds, með vísan í samþykkt nr. 668/2015. En skv. þeirri samþykkt er lóðarúthlutunargjaldið óendurkræft, þó lóðinni sé skilað.

Í ljósi þess er erindi HJH ehf. hafnað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201611007

Lögð er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði til yfirferðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði með framlögðum breytingum dags.23.11.2016 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Gæludýrahald

Málsnúmer 201511107

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd bréf HAUST er varðar lausagöngu hunds, til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að bæta skráningu á handsömun gæludýra, að öðru leiti er erindið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:26.