Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hrútahjalli

Málsnúmer 201611082

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 59. fundur - 23.11.2016

Lagt er fyrir erindi Mílu, Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fjarskiptalagnar, ljósleiðara, sem ætlað er að leggja frá fjarskiptastöðinni á Gagnheiði í fjarskiptahús á Hrútahjalla. Áætlað er að leggja sömu leið og núverandi rafstrengur í húsið liggur. Engar nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um legu hans. Lögnin verður plægð/grafin. Verk þetta er samvinnuverk Mílu og Neyðarlínunnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefndin samþykkir framlagt erindi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Lagt er fyrir erindi Mílu, Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fjarskiptalagnar, ljósleiðara, sem ætlað er að leggja frá fjarskiptastöðinni á Gagnheiði í fjarskiptahús á Hrútahjalla. Áætlað er að leggja sömu leið og núverandi rafstrengur í húsið liggur. Engar nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um legu hans. Lögnin verður plægð/grafin. Verk þetta er samvinnuverk Mílu og Neyðarlínunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagt erindi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess, þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi (G.J.)