Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

248. fundur 07. desember 2016 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar forseti upp þá tillögu Stefáns Boga Sveinssonar að bætt verði einu máli við dagskrá fundarins, sem yrði þá 9. liður, Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs.

Var sú tillaga samþykkt samhljóða.

1.

Málsnúmer

1.1.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201611007

Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði, til yfirferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn Samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði, með framlögðum breytingum dags. 23.11.2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Starfsáætlun Hádegishöfða 2016-2017

Málsnúmer 201611071

Lagt fram til kynningar.

1.3.Reglur leikskóla Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201605124

Í fræðslunefnd var farið yfir fyrirliggjandi drög að reglum leikskóla Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn reglurnar eins og þær liggja nú fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Nýjar heimasíður leikskóla Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201611069

Lagt fram til kynningar.

1.5.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Í vinnslu.

1.6.Reglur um niðurfellingu tónlistarskólagjalda þegar nemendur hætta á skólaárinu

Málsnúmer 201611072

Á fundi fræðslunefndar fylgdi Sóley Þrastardóttir eftir fyrirliggjandi tillögu að reglum vegna niðurfellingar tónlistarskólagjalda þegar nemendur hætta í námi á skólaárinu, sem skólastjórar tónlistarskólanna á Egilsstöðum og í Fellabæ leggja fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn reglurnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Fullorðnir nemendur í tónlistarskólunum

Málsnúmer 201611073

Mál í vinnslu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 242

Málsnúmer 1611011F

Til máls tók: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Gæludýrahald

Málsnúmer 201511107

Lagt fram til kynningar.

2.2.Starfsáætlun Tjarnarskógar 2016-2017

Málsnúmer 201611070

Lagt fram til kynningar.

2.3.Þjónustugjald vegna Hamrar 4.

Málsnúmer 201611080

Lagt er fyrir erindi HJH ehf. um niðurfellingu á lóðarúthlutunargjaldi.
Meðfylgjandi er erindi í tölvupósti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að með útsendum bréfum er einnig að finna útreikning lóðarúthlutunargjalds, með vísan í samþykkt nr. 668/2015. Samkvæmt þeirri samþykkt er lóðarúthlutunargjaldið óendurkræft, þó lóðinni sé skilað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar og í ljósi framangreinds, hafnar bæjarstjórn erindi HJH ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Votihvammur, staða skipulags og lóða.

Málsnúmer 201611079

Í vinnslu.

2.5.Umsókn um stöðuleyfi/torgsöluhús

Málsnúmer 201610045

Lagt er fyrir erindi um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús sem staðsetja á á lóð Miðvangs nr. 31, landnúmer: 157920 að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum/Eyvindará II

Málsnúmer 201611028

Í vinnslu.

2.7.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hrútahjalli

Málsnúmer 201611082

Lagt er fyrir erindi Mílu, Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fjarskiptalagnar, ljósleiðara, sem ætlað er að leggja frá fjarskiptastöðinni á Gagnheiði í fjarskiptahús á Hrútahjalla. Áætlað er að leggja sömu leið og núverandi rafstrengur í húsið liggur. Engar nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um legu hans. Lögnin verður plægð/grafin. Verk þetta er samvinnuverk Mílu og Neyðarlínunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagt erindi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess, þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi (G.J.)

2.8.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201104043

Málið er í vinnslu.

2.9.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

Málsnúmer 201511057

Lagt er aftur fyrir erindið Ásgeirsstaðir frístundabyggð, að lokinni auglýsingu. Samþykkt var á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 49, þann 8.6. 2016 að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag dags. 27.5. 2016 og 16.9. 2016 yrði auglýst sbr. 1.mgr. 31.gr. og 1. og 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Athugasemd barst frá Umhverfisstofnun er snýr að deiliskipulagsuppdrætti verkefnisins.

Engar athugasemdir bárust í aðalskipulagsbreytingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að senda ábendingu Umhverfisstofnunar vegna deiliskipulagstillögunnar til skipulagsráðgjafa.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að breyttu aðalskipulagi og felur skipulags- og byggingafulltrúa að senda Skipulagsstofnun hana til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2017

Málsnúmer 201610071

Styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2017 var tekin til umfjöllunar hjá Félagsmálanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita kr. 700.000 í styrk til Stígamóta vegna meðferðarviðtala samtakanna á Austurlandi. Gert er ráð fyrir upphæðinni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að ósk Gunnars Þórs Sigbjörnssonar er leyfi hans frá nefndarstörfum, sem veitt var á fundi bæjarstjórnar 4.5. 2016 og framlengt á fundi bæjarstjórnar 17.8. 2016, nú framlengt á ný og veitt til og með 1.2. 2017.

Skipan nefndarmanna vegna leyfisins, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 17.8. 2016, framlengist einnig til sama tíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd

Málsnúmer 201611048

Til máls tók: Björn Ingimarsson sem kynnti breytinguna

Drög að uppfærðri samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs voru lögð fram í félagsmálanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn uppfærða samþykkt fyrir félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stefán Bogi Sveinsson, gerði grein fyrir atkvæði sínu.

4.1.Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir 2017

Málsnúmer 201611068

Afgreitt af félagsmálanefnd.

4.2.Yfirlit yfir stöðu launa árið 2016

Málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.3.Gjaldskrá fyrir stuðningsfjölskyldur 2017

Málsnúmer 201611066

Drög að hækkaðri gjaldskrá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn var lögð fram í félagsmálanefnd og samþykkt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn breytta gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn.
Hækkunin sem tekur gildi frá 1. janúar 2017 nemur 4,5% og tekur mið af hækkun launa á almennum vinnumarkaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Innleiðing á nýju húsnæðisbótakerfi

Málsnúmer 201611063

Lagt fram til kynningar.

4.5.Samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd

Málsnúmer 201611048

Vísað til síðasta liðar á dagskrá fundarins.

4.6.Rauði krossinn, beiðni um fjárstyrk vegna Jólasjóðsins 2016

Málsnúmer 201611041

Afgreitt af félagsmálanefnd.

4.7.Sorphirðudagatöl 2017

Málsnúmer 201611076

Lögð fram drög að sorphirðudagatölum fyrir árið 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð sorphirðudagatöl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077

Lagðar fram til kynningar.

4.9.Undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks

Málsnúmer 201611020

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna undanþágu frá íbúafjölda í málaflokki fatlaðs fólks lögð fram til kynningar, en þar kemur meðal annars fram tillaga um að horfið verði frá núverandi fyrirkomulagi um að þjónustusvæði fyrir fatlað fólk innihaldi að lágmarki 8.000 íbúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og lýsir yfir ánægju sinni með núverandi fyrirkomulag á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Gráu svæðin í velferðarþjónustunni

Málsnúmer 201611036

Lagt fram til kynningar.

5.Félagsmálanefnd - 149

Málsnúmer 1611005F

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.2 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 7.2.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201012009

Lagt fram til kynningar.

5.2.Vináttuverkefnið

Málsnúmer 201611075

Lagt fram til kynningar.

5.3.Foreldrakorterið, erindi frá foreldraráði í Tjarnarskógi

Málsnúmer 201611074

Á fundi fræðslunefndar var farið yfir forsendur erindisins. Umrætt foreldrakorter kom til við sameiningu leikskólanna Tjarnarlands og Skógarlands og á aðeins við um þegar foreldrar eiga börn á báðum starfsstöðvum sama leikskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar hafnar bæjarstjórn erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201610022

Lögð fram drög að reglum fyrir Fljótsdalshérað um stofnframlög, skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn reglurnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

5.5.Fundargerð 216. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201611126

Í bæjarráði var fundargerð 216. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella lögð fram til kynningar.

Þar voru teknar fyrir og samþykktar gjaldskrár sem hér segir:

Vatnsveitugjöld 2017.
Samkvæmt 8. gr. í samþykktum um gjaldskrár vatnsveitna í rekstri HEF ehf. ber stjórn að taka ákvörðun um vatnsgjald samkvæmt 3. grein samþykktanna og samþykkir stjórn HEF að grein 3 verði eftirfarandi:

Af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar skal greiða vatnsgjald sem nemur kr. 245 (var 245) á fermetra skv. fasteignamati og fast gjald kr. 8.600 (var kr. 8.250) á matseiningu. Árlegt vatnagjald af sumarhúsum / frístundahúsum, skal að lágmarki vera kr. 25.640 (var kr. 24.900)

Notkunargjald skv. mæli skal vera kr. 30 (var kr. 28) pr. rúmmetra og frá Urriðavatnsveitu kr. 23 (var kr, 22) pr. rúmmetra

Holræsagjöld vegna álagningar 2017.

Holræsagjald verði óbreytt, eða 0,32% af fasteignamati.

Vegna hreinsunar rotþróa samkv. gjaldskrá, breytast upphæðir árlega samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar, eins og fram kemur í samþykktinni.

Lagt hér fram til kynningar.

5.6.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Á fundi bæjarráðs var farið yfir áhrif þess kjarasamnings sem Samband sveitarfélaga og samninganefnd kennara undirrituðu í lok nóvember og bíður nú staðfestingar.
Jafnframt var skoðað hvernig Fljótsdalshérað getur mætt þeim kostnaðarauka sem hann felur í sér.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að þó að æskilegra hefði verið að ganga frá kjarasamningi til lengri tíma, telur bæjarstjórn rétt að stjórn Sambands sveitarfélaga staðfesti samninginn, enda brýnt að eyða þeirri óvissu sem uppi er. Jafnframt telur bæjarstjórn mikilvægt að unnið verði af krafti í samræmi við þær bókanir sem að fylgja samningnum og vonast til að sú vinna geti orðið grundvöllur að langvarandi sátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 365

Málsnúmer 1611020F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.5 og benti á vanhæfi sitt varðandi hann. Úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Einnig ræddi hann lið 3.2 og 3.7.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Jólaleyfi bæjarstjórnar og bæjarráðs 2016

Málsnúmer 201611100

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að jólaleyfi bæjarstjórnar verði að þessu sinni frá og með 8. desember 2016 og til og með 4. janúar 2017.
Jafnframt að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð mála á þeim tíma, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi. Bæjarráð verður kallað saman til funda á þessu tímabili ef þurfa þykir, en fastir fundir þess meðan jólaleyfi bæjarstjórnar varir, verða 12. og 19. des.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Húsafriðunarsjóður 2016/umsókn um styrk

Málsnúmer 201607001

Lögð fram drög að samningi Fljótsdalshérað við Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands um mat á mögulegum verndarsvæðum í byggð á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

6.3.Orkustofnun vegna skilgreiningar þéttbýlis og dreifbýlis

Málsnúmer 201611099

Til kynningar.

6.4.Kjarasamningur Félags grunnskólakennara

Málsnúmer 201606021

Lagt fram til kynningar.

6.5.Samstarfssamningur við Íþróttafélagið Hött

Málsnúmer 201611095

Málið er áfram í vinnslu.

6.6.Fundargerð 844. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201612003

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.7.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201601231

Fundargerð 27. fundar frá 10. nóvember lögð fram til kynningar.

6.8.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Í bæjarráði var lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. nóv. sl. en þar eru lagðar til breytingar á viðmiðunarfjárhæðum í innkaupareglum Fljótsdalshéraðs. Þeim var síðast breytt í febrúar 2014.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar:

Viðmiðunarfjárhæðir vegna útboða verði.
Kaup á vörum og þjónustu 15.500.000
Kaup á verklegum framkvæmdum 49.000.000

Viðmiðunarfjárhæðir vegna verðfyrirspurna verði.
Kaup á vörum og þjónustu frá 5.500.000 til 15.500.000.
Kaup á verklegum framkvæmdum frá 15.500.000.til 49.000.000.

Jafnframt samþykkt að breytt verði starfsheiti fulltrúa umhverfissviðs í ráðinu í, umsjónarmaður eignasjóðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 364

Málsnúmer 1611017F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201610022

Í vinnslu.

7.2.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að hefja viðræður við leyfishafa rannsóknarleyfisins, varðandi heimild til virkjunar Geitdalsár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi.

7.3.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2016

Málsnúmer 201610015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.4.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

7.5.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201611004

Í vinnslu.

7.6.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Í vinnslu.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 59

Málsnúmer 1611015F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.5, og benti á vanhæfi sitt vegna þess máls og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.

8.1.Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201611078

Lagt fram til kynningar.

8.2.Birtingaáætlun sveitarfélaga og Austurbrúar

Málsnúmer 201611077

Fyrir liggur tillaga að sameiginlegri birtingaráætlun auglýsinga fyrir sveitarfélög á Austurlandi og Austurbrú.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að unnið verði eftir fyrirliggjandi birtingaráætlun og fjármunir , kr. 694.000, verði teknir af lið 13630.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026

Lagt fram til kynningar.

8.4.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga b.s. 2016

Málsnúmer 201610064

Lagt fram til kynningar.

8.5.Hugvangur - frumkvöðlasetur

Málsnúmer 201609100

Fyrir liggja drög að samningi um áframhaldandi starfsemi Hugvangs frumkvöðlaseturs.
Málið var áður á dagskrá atvinnu- og menningarnefndar 7. nóvember 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi um Hugvang - frumkvöðlasetur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.6.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023

Í vinnslu.

9.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 363

Málsnúmer 1611010F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

10.Atvinnu- og menningarnefnd - 43

Málsnúmer 1611012F

Til máls tók: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

10.1.Samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201604103

Í vinnslu.

10.2.Sérstakur húsnæðisstuðningur

Málsnúmer 201612001

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

10.3.Reglugerðir vegna búvörusamninga

Málsnúmer 201611128

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að taka saman umsögn vegna 19. gr. draga að reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt, í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.4.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Málið er í vinnslu.

10.5.N4, Að Austan, beiðni um styrk fyrir þáttagerð 2017

Málsnúmer 201611117

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að endurnýja samninginn við N4 til eins árs og er heimild til að hækka greiðslur í honum í allt að kr. 770.000.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að óska eftir fundi með forsvarsmönnum N4 og felur bæjarstjóra að koma honum í kring.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (SBS)

10.6.Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins haustið 2016

Málsnúmer 201611108

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.