Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna undanþágu frá íbúafjölda í málaflokki fatlaðs fólks lögð fram til kynningar, en þar kemur meðal annars fram tillaga um að horfið verði frá núverandi fyrirkomulagi um að þjónustusvæði fyrir fatlað fólk innihaldi að lágmarki 8.000 íbúa. Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með núverandi fyrirkomulag á Austurlandi.
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna undanþágu frá íbúafjölda í málaflokki fatlaðs fólks lögð fram til kynningar, en þar kemur meðal annars fram tillaga um að horfið verði frá núverandi fyrirkomulagi um að þjónustusvæði fyrir fatlað fólk innihaldi að lágmarki 8.000 íbúa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og lýsir yfir ánægju sinni með núverandi fyrirkomulag á Austurlandi.