Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

247. fundur 16. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu - drög að áætlun 2017

Málsnúmer 201610019

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 241

Málsnúmer 1611003F

Fundargerðin lögð fram:

2.1.Umsókn um stofnun nýrrar landeignar

Málsnúmer 201611039

Jónína Zophoníasdóttir og Einar Zophoníasson leggja fram erindið, Umsókn um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá. Sótt er um að stofna lóð út úr jörðinni Mýrar landnr.157433, heiti nýrra landeigna verði Mýrar 2. Mannvirki sem fylgja skráningu hefur fastanúmerið 217-4798.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Umsókn um stofnun nýrrar landeignar

Málsnúmer 201611040

Jónína Zophoníasdóttir og Einar Zophoníasson leggja fram erindið, Umsókn um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá. Sótt er um að stofna lóð út úr jörðinni Mýrar landnr.157433, heiti nýrra landeigna verði Mýrar 1. Mannvirki sem fylgja skráningu hefur fastanúmerið 217-4800.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Ærslabelgur í Selskóg

Málsnúmer 201610094

Í vinnslu.

2.4.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201608021

Lagt er að nýju fyrir umhverfis- og framkvæmdanefndina erindið "Umsókn um lóð".
Staðfesting lóðarúthlutunar fyrir Hamra 4 var send út á umsækjanda dags. 5.9.2016.
Greiðslufrestur er 30 dagar frá dagsetningu tilkynningar um lóðarúthlutun, ella fellur lóðarveitingin úr gildi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan í skilmála greiðslufrests afturkallar Bæjarstjórn lóðarúthlutunina fyrir hönd umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin úrvinnsla erindisins og lóðin sett á lista yfir lausar lóðir hjá Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.6.Tjarnarland urðunarstaður 2016

Málsnúmer 201604184

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.7.Snæfellsskáli deiliskipulag

Málsnúmer 201505173

Í vinnslu.

2.8.Ráðning og skipulagsbreyting á skipulags- og umhverfissviði.

Málsnúmer 201609022

Lagt fram til kynningar.

2.9.Rannsókn um störf stuðningsfulltrúa

Málsnúmer 201611027

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

2.10.Hjólabrettarampar

Málsnúmer 201610093

Í vinnslu.

2.11.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201611007

Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs til endurskoðunar.
Meðfylgjandi er gildandi gjaldskrá, Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði og drög að endurskoðaðri gjaldskrá, Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillög umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða gjaldskrá og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa gjaldskránna þegar samþykkt um meðhöndlun úrganga á Fljótsdalshéraði liggur fyrir.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn við fyrri umræðu meðfylgjandi drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn á næsta fundi hennar.
Umhverfis og framkvæmdanefnd falið að fara yfir athugasemdir er lúta að skilgreiningu á íbúðarhúsnæði í samþykktinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Málsnúmer 201611018

Lagt er fyrir erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.
Sett hefur verið á vefinn til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald: https://www.atvinnuvegaraduneyti.is/idnadar-og-vidskiptamal/frettir/nr/9270.
Lögfræðingar sambandsins munu senda umsögn um drögin.
Frestur til að senda umsagnir er 15. nóvember nk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gagnrýnir það að í drögunum er ekki tekið á þeim þáttum sem sveitarfélögin hafa verið að kalla eftir breytingum á, svo sem að rými sem sótt er um fyrir sé metið samkvæmt gildandi byggingarreglugerð hverju sinni, kröfur um bílastæðafjölda, aðgengi fólksflutningabíla og grenndarkynning til eigenda í fjöleignahúsum.

Bæjarstjórn leggur til að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.13.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun

Málsnúmer 201611003

Lagt er fyrir erindið ósk um breytingu á aðalskipulagi.
Eigendur Varmalands ehf. sækjast eftir því að breyta aðalskipulagi á landsvæði norðan Stóruvíkur.
Breytingin er úr landbúnaðarnotkun í verslun- og þjónustu / frístundabyggð.
Í framhaldi af breytingu aðalskipulags verður gert deiliskipulag.
Spildan afmarkast af landi Höfða með Höfðaá, Lagarfljóti, landi Stóruvíkur, Ketilsstaða og þjóðvegi 1, samkvæmt meðfylgjandi teikningu Strympu
Skipulagsráðgjöf, teikning númer 1624-02.
Meðfylgjandi er:
- Skýringarmynd
- Erindi Varmalands ehf.
- Samþykki/umboð eiganda Ketilsstaða fyrir breytingu á aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin afgreiðsla þess þegar tilskilin gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.14.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

Málsnúmer 201511057

Í vinnslu.

2.15.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077

Lagt fram til kynningar.

2.16.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201602087

Lagt fram til kynningar.

2.17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 154

Málsnúmer 1610019F

Lagt fram til kynningar.

2.18.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201609075

Fyrir liggja gögn er varða verkefnið Heilsueflandi samfélag, sem Landlæknisembættið hefur frumkvæði að. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 6. október 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað sæki um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag, til Embættis landlæknis. Einnig samþykkir bæjarstjórn að skipaður verði þverfaglegur stýrihópur sem sé ábyrgur fyrir framgangi verkefnisins. Atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa falið að gera tillögu að skipan stýrihópsins.
Með verkefninu er lögð áhersla á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum samfélagsins. Jafnframt byggir verkefnið á samstarfi stofnana sveitarfélagsins, heilsugæslu, íþróttafélaga og fleiri aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.19.Næstu verkefni og áherslur ungmennaráðs

Málsnúmer 201611009

Á fundi ungmennaráðs var umræða um að sveitarfélagið stefni að því að verða plastpokalaust sveitarfélag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að takmarka plastpokanotkun sína eins og hægt er. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.20.Samþykktir fyrir ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201611010

Í vinnslu.

2.21.Afþreying á unglingalandsmóti á Fljótsdalshéraði 2017

Málsnúmer 201611008

Tillögum ungmennaráðs vísað til afþreyingarnefndar unglingalandsmótsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.22.Ungmennaráð Íslands

Málsnúmer 201610091

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 26. október 2016, frá Helgu Kristínu Haraldsdóttur, um stofnun Ungmennaráðs Íslands. Helga Kristín tók þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum Skype og gerði grein fyrir hugmyndinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að fulltrúar úr ungmennaráði taki þátt í fyrirhuguðum fundi um stofnun Ungmennaráðs Íslands í janúar á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 53

Málsnúmer 1611001F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 8.1 og 8.4 og Sigrún Blöndal, sem ræddi málefni ungs fólks.

Fundargerðin lögð fram:

3.1.Samstarfssamningur um Unglingalandsmót 2017 á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611052

Afgreitt undir lið 3.9 í þessari fundargerð.

3.2.Niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi

Málsnúmer 201610072

Lagt fram til kynningar.

3.3.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Á fundi bæjarstjórnar 2. nóvember 2016 var samþykkt að við endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar verði stakt gjald í sundlaug skoðað sérstaklega.

Páll Sigvaldason lagði fram þá breytingartillögu að stakt gjald í sund verði kr. 900 frá og með næstu áramótum.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Líkamsrækt á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201610081

Í vinnslu.

3.5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 153

Málsnúmer 1610013F

Lagt fram til kynningar.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 25

Málsnúmer 1610026F

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.3. og kynnti tillögu. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.3. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 7.3. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 7.3. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 7.3. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 7.3. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 7.3. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 7.3. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 7.3 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.3.

Fundargerðin lögð fram:

4.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201012009

Lagt fram.

4.2.Fræðslusvið - launaþróun 2016

Málsnúmer 201604040

Lagt fram.

4.3.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077

Lagt fram til kynningar.

4.4.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102

Í vinnslu.

4.5.Samstarf félagsmálasviðs og fræðslusviðs um nemendamál

Málsnúmer 201605120

Í vinnslu.

4.6.Skimun á unglingastigi

Málsnúmer 201605032

Í vinnslu.

4.7.Rannsókn á miðlanotkun ungra barna

Málsnúmer 201611032

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.8.Virkjanakostir á Austurlandi

Málsnúmer 201610070

Lagt fram til kynningar.

4.9.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi álagningarhlutföl og viðmiðunartölur fyrir árið 2017, vegna útsvars, fasteignaskatts, lóðarleigu og afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignaskatts.

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt, eða 14,52%

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Afsláttur á fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:

Hámark afsláttar verið: 68.400
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.647.000
Hámark 3.474.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 3.723.000
Hámark 4.717.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bókun um afgreiðslu fjárhagsáætlunar var að öðru leyti undir lið 1.

4.10.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Lagt fram til kynningar.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 362

Málsnúmer 1611006F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 3.3. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.3 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.7.

Fundargerðin lögð fram:

5.1.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun

Málsnúmer 201611003

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

5.2.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/Hamragerði 5

Málsnúmer 201611002

Lagt er fyrir erindi sýslumanns, ósk um umsögn á veitingu rekstrarleyfis til sölu gistingar í fl. 2 að Hamragerði 5, íbúð 501 700 Egilsstöðum. Umsækjandi er Sunna María Jóhannsdóttir kt. 300585-2809.

Rekstrarleyfi er ekki í mótsögn við gildandi skipulag og skráð byggingarstig og matsstig íbúðar er 7.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd að veitingu rekstrarleyfis til sölu gistingar í fl. 2 fyrir Hamragerði 5, íbúð 501.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi vegna sölu gistingar / Reynivellir 13

Málsnúmer 201610018

Lagt er fyrir erindi sýslumanns á Austurlandi, Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga til umsagnar hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa.
Umsækjandi er Röskvi ehf. kt. 630704-2350.
Sótt er um leyfi til sölu gistingar í flokki II, íbúð með starfsstöð á Reynivöllum 13.

Fram kom að skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi í fl.II að Reynivöllum 13 Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Kynning Sambands íslenskra sveitarfélaga á kynnisferð til Svíþjóðar um íbúasamráð

Málsnúmer 201611021

Lagt fram til kynningar.

5.5.Undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks

Málsnúmer 201611020

Lagt fram til kynningar.

5.6.Rekstrarfyrirkomulag flugvalla

Málsnúmer 201611011

Lagt fram til kynningar.

5.7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201604102

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að hækka framlag til Brunavarna á Héraði v. kaupa á slökkvibíl um krónur 1.769.000 sem færist á lið 07210. Þessum útgjöldum verður mætt með hækkun skatttekna um sömu upphæð sem færist á lið 00010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi

Málsnúmer 201610072

Í vinnslu.

5.9.Fundargerð 215. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201611031

Lögð fram til kynningar.

5.10.Fundargerð 843. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201611019

Lagt fram til kynningar.

5.11.Brunavarnir á Héraði stjórnarfundargerð 28.10.2016

Málsnúmer 201610087

Afgreitt undir lið 3.3.

5.12.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Lagt fram til kynningar.

5.13.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Afgreidd undir lið 1 í þessari fundargerð.

5.14.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs Fljótsdalshéraðs samþykkir bæjarstjórn að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 85 milljónir kr. til 18 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum og fjárhagsáætlun ársins 2016. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar á hluta fjárfestinga ársins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 361

Málsnúmer 1610022F

Til máls tók: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram:

7.Atvinnu- og menningarnefnd - 42

Málsnúmer 1610025F

Til máls tóku: Guðmundur Sv. Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.5. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 4.5. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.5. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.5. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.5 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 4.5.

Fundargerðin lögð fram:

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58

Málsnúmer 1611002F

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.6, 5.8 og 5.13.og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.6. og svaraði fyrirspurn og lið 5.8. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 5.13 og svaraði fyrirspurn og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.13 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram:

8.1.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201611004

Í vinnslu.

8.2.Umsókn um styrk til flutnings tónlistar

Málsnúmer 201611001

Fyrir liggur umsókn um styrk til flutnings tónlistar í Dvalarheimili aldraðra á aðventunni, dagsett 27. október 2016, frá Erlu Dóru Vogler.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 60.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030

Málsnúmer 201610092

Fyrir liggur greinargerð um framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030, með áhættugreiningu og sviðsmyndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er á sama máli og atvinnu- og menningarnefnd og tekur undir með skýrsluhöfundum um nauðsyn þess að auka hlutdeild sveitarfélaganna í tekjum af ferðamönnum, til þess að þau geti staðið myndarlega að uppbyggingu sinna innviða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.4.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

8.5.Menningarstyrkir 2017

Málsnúmer 201610088

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

8.6.Hugvangur - frumkvöðlasetur

Málsnúmer 201609100

Í vinnslu.

8.7.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077

Lagt fram til kynningar.

9.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020. Aðrir sem til máls tóku um fjárhagsáætlunina voru í þessari röð: Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2017 eru eftirfarandi: (Í þús. kr)

A-HLUTI

Tekjur:
Skatttekjur 2.101.483
Framlög Jöfnunarsjóðs 1.066.058
Aðrar tekjur 509.691
Samtals 3.677.182

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 2.012.608
Annar rekstrarkostnaður 1.052.570.
Samtals 3.065.178

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 612.004

Framlegðarhlutfall 16,6%

Afskriftir 175.469
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -263.156

Rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð 173.379 (þús. kr.)


Úr sjóðstreymi A-hluta:
Veltufé frá rekstri 474.118
Fjárfestingarhreyfingar -120.000
Tekin ný langtímalán 0
Afborganir lána -354.904
Aðrar fjármögnunarhreyfingar -27.110

Handbært fé í árslok 10.010

Skuldaviðmið A hluta í árslok 2017 132%


SAMANTEKINN A- og B HLUTI (í þús. kr.)
(A-hluti auk B-hlutafyrirtækjanna sem eru: Brunavarnir á Héraði, Ársalir bs., Félagslegar íbúðir, Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Minjasafn Austurlands og Fasteignafélag Iðavalla ehf)

Tekjur:
Skatttekjur 2.077.413
Framlög Jöfnunarsjóðs 1.066.058
Aðrar tekjur 946.610
Samtals 4.090.082

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 2.068.108
Annar rekstrar kostnaður 1.108.183
Samtals 3.176.183

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 893.791
Framlegðarhlutfall 21,9%

Afskriftir 293.457
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -378.897

Rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 221.437 (þús. kr)



Úr sjóðstreymi samantekins A- og B hluta:

Veltufé frá rekstri 677.846
Fjárfestingarhreyfingar -211.675
Afborganir lána -509.123
Lántökur 0
Handbært fé í árslok 60.092

Skuldaviðmið A og B hluta skv. reglugerð 168%



Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir hér við síðari umræðu meðfylgjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Jafnframt liggur fyrir til seinni umræðu 3ja ára áætlun 2018 til 2020 eru helstu lykilþættir þessir:


- Skuldaviðmið A hluta er áætlað 144% í árslok 2016 og 98% í árslok 2020.

- Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta er áætlað 185% í árslok 2016 og 130,8% í árslok 2020 og mun því aðlögunaráætlun sem samþykkt var árið 2012 ganga eftir og markmiðum hennar að fullu náð á árinu 2019

- Á tímabilinu 2017 til 2020 er gert ráð fyrir 80 millj. kr. lántökum í B hluta vegna veituframkvæmda.

- Á tímabilinu 2017 til 2020 lækka skuldir og skuldbindingar um 1.074 millj. kr.

- Á tímabilinu 2017 til 2020 nemur veltufé frá rekstri 3.172 millj. kr. og af þeim fjármunum verður 2.062 millj. kr. varið til afborgana af lánum.

- Jákvæð rekstarafkoma er öll árin 2017-2020


Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018 - 2020 sem koma fram í áætlun ársins 2017. Samkvæmt henni verður skuldaviðmið A og B hluta komið niður í 145,6% í árslok 2019 sem er í samræmi við þá aðlögunaráætlun um fjárhagsleg viðmið sem bæjarstjórn samþykkti árið 2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.1.Orkuskipti á Austurlandi

Málsnúmer 201611058

Lagt fram erindi frá Austurbrú varðandi fjármögnun verkefnis um orkuskipti á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í viðræðum um fjármögnun eða aðra aðkomu að verkefni um orkuskipti á Austurlandi og felur bæjarstjóra að vera tengiliður við verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.2.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Í vinnslu.

9.3.Samstarfssamningur um Unglingalandsmót 2017 á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611052

Lögð fram drög að samningi við UMFÍ, vegna unglingalandsmóts sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2017.

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

9.4.Brunavarnaráætlun Brunavarna á Austurlandi 2013-2017

Málsnúmer 201306031

Lagt fram til kynningar.

9.5.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201610022

Eftirfarandi tillag lögð fram:
Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að láta útbúa drög að reglum um stofnframlög fyrir Fljótsdalshérað, sem síðan verða lögð fyrir bæjarráð.
Einnig að skoðað verði frekar með kortlagningu á þörf á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.6.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077

Lagt fram til kynningar.

9.7.Fundargerðir Ársala b.s. 2016

Málsnúmer 201602116

Lagt fram til kynningar.

9.8.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2016 og fundargerð stjórnar frá 4. nóvember 2016

Málsnúmer 201611042

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.