Virkjanakostir á Austurlandi

Málsnúmer 201610070

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 360. fundur - 24.10.2016

Farið yfir samantekt um virkjanakosti sem Erla Þorgeirsdóttir frá Orkustofnun kynnti bæjarfulltrúum sl. miðvikudag.
Að lokinni nokkurri umræðu um málið var umfjöllun frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Náttúruverndarnefnd - 6. fundur - 31.10.2016

Formaður fór yfir samantekt um virkjanakosti sem Erla Þorgeirsdóttir frá Orkustofnun kynnti á fundi með fulltrúum sveitarfélagsins 19. október sl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 361. fundur - 07.11.2016

Bæjarráð lýsir yfir vilja til samstarfs við Orkustofnun um frumathuganir á smávirkjanakostum í sveitarfélaginu.
Samþykkt að sveitarfélagið auglýsi eftir hugmyndum að slíkum virkjanakostum, sem teknir veði til skoðunar í samstarfi við viðkomandi landeigendur.