Náttúruverndarnefnd

6. fundur 31. október 2016 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Þórhildur Þöll Pétursdóttir formaður
  • Leifur Þorkelsson varaformaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd tekur undir ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og hvetur ríkisvaldið til að:
1) Leggja mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum.
2) Taka upp viðræður um leiðir til að ljúka innleiðingu tilskipunar um fráveitur með fullnægjandi hætti.
3) Tryggja fjármagn til að hefja á ný vinnu við innleiðingu laga um stjórn vatnamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2016

Málsnúmer 201610043Vakta málsnúmer

Þar sem hvorki liggur fyrir staðsetning fundarins né drög að dagskrá, sér náttúruverndarnefnd sér ekki fært að senda fulltrúa á fundinn. Nefndin ítrekar bókun sína frá 9. nóvember 2015 um að dagskrá verði send út með góðum fyrirvara og að fundurinn verði sendur út með fjarfundarbúnaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Virkjanakostir á Austurlandi

Málsnúmer 201610070Vakta málsnúmer

Formaður fór yfir samantekt um virkjanakosti sem Erla Þorgeirsdóttir frá Orkustofnun kynnti á fundi með fulltrúum sveitarfélagsins 19. október sl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd telur mikilvægt að fundur verði haldinn þar sem fulltrúar Arctic Hydro kynna rannsóknarleyfi sitt í samræmi við ósk þar um sem fram kom í bréfi frá Sókn lögmannsstofu dagsettu 15. ágúst sl.
Jafnframt telur náttúruverndarnefnd æskilegt að fulltrúi nefndarinnar eigi sæti á þeim fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Náttúrustofa Austurlands/Ársskýrsla og ársreikningur 2015

Málsnúmer 201605140Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.