Kynnt erindi frá Arctic Hydro ehf. með beiðni um viðræður um réttindasamning vegna rannsóknarleyfis á vatnasviði Geitdalsár. Jón Jónsson lögmaður mætti til fundar fh. félagsins til að kynna verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu á þessu stigi til umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar til kynningar og umsagnar. Bæjarráð mun svo taka erindið fyrir aftur að fengnum umsögnum nefndanna.
Tekið er fyrir erindi Sókn lögmannsstofu fyrir hönd Arctic Hydro ehf. sem vísað var á Umhverfis- og framkvæmdanefnd af bæjarráði þann 29.8.2016 af fundi nr. 352, til kynningar og umsagnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að gengið verið til samningaviðræðna við Arctic Hydro ehf um réttindasamning, að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Tekið var fyrir í umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi Sókn lögmannsstofu fyrir hönd Arctic Hydro ehf. sem vísað var á umhverfis- og framkvæmdanefnd af bæjarráði þann 29.8. 2016 af fundi nr. 352, til kynningar og umsagnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að gengið verið til samningaviðræðna við Arctic Hydro ehf um réttindasamning. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Náttúruverndarnefnd telur mikilvægt að fundur verði haldinn þar sem fulltrúar Arctic Hydro kynna rannsóknarleyfi sitt í samræmi við ósk þar um sem fram kom í bréfi frá Sókn lögmannsstofu dagsettu 15. ágúst sl. Jafnframt telur náttúruverndarnefnd æskilegt að fulltrúi nefndarinnar eigi sæti á þeim fundi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og telur mikilvægt að fundur verði haldinn þar sem fulltrúar Arctic Hydro kynna rannsóknarleyfi sitt, í samræmi við ósk þar um sem fram kom í bréfi frá Sókn lögmannsstofu dagsettu 15. ágúst sl. Æskilegt er að fulltrúar í náttúruverndarnefnd geti setið þann kynningarfund. Bæjarstjóra falið að koma slíkum fundi á.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að hefja viðræður við leyfishafa rannsóknarleyfisins, varðandi heimild til virkjunar Geitdalsár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi.
Fyrir liggja vinnugögn vegna samningsdraga varðandi rannsóknir og nýtingarleyfi vegna fyrirhugaðrar virkjunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða til fundar með Ríkiseignum og ábúendum nærliggjandi jarða. Bæjarráð telur æskilegt að landeigendur hafi virkt samráð um samninga og nýtingu.
Jón Jónsson hrl. mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti, fyrir hönd Arctic Hydro, frumhugmyndir að virkjun Geitdalsár. Fyrirtækið fékk úthlutað rannsóknarleyfi vegna virkjunarinnar á síðasta ári. Einnig komu Sigurður Stefánsson, Jón Snæbjörnsson, Bjarni Snæbjörnsson og Sigurbjörn Árnason á fundinn, sem fulltrúar ábúanda og landeiganda jarða í Geitdal. Auk þeirra voru einnig boðaðir ábúendur á Þorvaldsstöðum. Að lokinni kynningu Jóns voru þessar hugmyndir ræddar frekar og hverjir væru kostir og gallar við svona verkefni. Gestunum að því búnu þökkuð koman og góðar umræður. Bæjarstjóra falið að senda þau gögn sem lágu fyrir fundinum, til ábúanda og eiganda á Þorvaldsstöðum. Í framhaldi af því verði málið tekið aftur fyrir í bæjarráði.
Lögð fram drög að samningi um virkjun Geitdalsár, milli leyfishafa núgildandi rannsóknarleyfis og viðkomandi landeigenda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við handhafa rannsóknarleyfis um mögulega gerð nýtingarsamnings vegna virkjunar Geitdalsár, á grundvelli þeirra athugasemda sem lögmaður sveitarfélagins hefur gert við samningsdrögin.
Jón Jónsson lögmaður mætti til fundarins fh. Arctic Hydro til að fara yfir stöðu málsins, en Arctic Hydro er með rannsóknarleyfi á vatnasvæði Geitdalsár. Fyrirtækið óskar eftir að gera nýtingarsamning við Fljótsdalshérað sem landeiganda vegna virkjunarinnar, en ríkið er einnig samningsaðili í því máli.
Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins fh. sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nýjustu drög að samningum við Arctic Hydro ehf. varðandi rannsóknar- og virkjunarleyfi á vatnasvæði Geitdalsár. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að vinna drögin áfram í samráði við þær athugasemdir sem lögmaður sveitarfélagsins hefur sett fram og ræddar voru á fundinum.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að koma á framfæri við Artic Hydro sjónarmiðum sveitarfélagsins um skiptingu leigutekna milli ríkis og sveitarfélags sem landeigenda.
Jón Jónsson lögmaður mætti til fundar fh. félagsins til að kynna verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu á þessu stigi til umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar til kynningar og umsagnar. Bæjarráð mun svo taka erindið fyrir aftur að fengnum umsögnum nefndanna.