Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

367. fundur 19. desember 2016 kl. 09:00 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.

Málsnúmer

1.1.Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ

Málsnúmer 201601165

Fyrir liggur Samningur við Skotfélag Austurlands um afnot bogfimideildar af íþróttahúsinu í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarráð að fyrirliggjandi samningur við Skotfélagið um afnot bogfimideildar að íþróttahúsinu í Fellabæ, verði framlengdur til ársloka 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021

Málsnúmer 201612012

Lögð fram til kynningar.

1.3.Gjaldskrá heimaþjónustu 2017

Málsnúmer 201612019

Drög að hækkaðri gjaldskrá vegna félagslegrar heimaþjónustu og heimsendingu matar var lögð fram á fundi félagsmálanefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarráð framlögð drög að gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Gjaldskrá Hlymsdala 2017

Málsnúmer 201612018

Drög að hækkaðri gjaldskrá vegna leigu á Hlymsdölum var lögð fram í félagsmálanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarráð að gjaldskrá Hlymsdala hækki um 3 % frá 1. janúar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Yfirlit yfir stöðu launa árið 2016

Málsnúmer 0

Lagt fram til kynningar.

1.6.Umsókn um styrk vegna rekstrar Aflsins

Málsnúmer 201612010

Afgreitt af félagsmálanefnd.

1.7.Beiðni um framlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2017

Málsnúmer 201611096

Afgreitt af félagsmálanefnd.

2.Félagsmálanefnd - 150

Málsnúmer 1612004

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Verkefnastjóri íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála

Málsnúmer 201612009

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og staðfesti samþykki sitt um fyrirliggjandi starfslýsingu og auglýsingu um verkefnastjóra íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála. Starfið hefur þegar verið auglýst með umsóknarfresti til 21. desember 2016.
Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu íþrótta- og tómstundanefnd um að frá og með áramótum heyri Vegahúsið undir forstöðumann Nýungar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Leiðbeinandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga

Málsnúmer 201612020

Drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sveitarfélög landsins lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar til fyrri athugasemda sinna frá fundi bæjarráðs 5. desember 2016, lið 8.

2.3.Líkamsrækt á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201610081

Í vinnslu.

2.4.Reglur um stuðning Fljótsdalshéraðs við afreksfólk í íþróttum til að ná hámarksárangri í sinni íþrót

Málsnúmer 201611055

Fyrir liggja Reglur um stuðning Fljótsdalshéraðs við afreksfólk í íþróttum til að ná hámarksárangri í sinni íþróttagrein undir stjórn þjálfara. Reglur þessar, sem staðfestar voru í bæjarstjórn 3. febrúar 2016, skulu nú teknar til endurskoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarráð að núgildandi reglur verði óbreyttar fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Íþrótta- og tómstundanefnd - 26

Málsnúmer 1611019

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

3.2.Fræðslusvið - launaþróun 2016

Málsnúmer 201604040

Lagt fram til kynningar.

3.3.Ályktun frá leikskólastjórum

Málsnúmer 201612027

Málið er í vinnslu.

3.4.Eftirlitsskýrsla HAUST vegna mötuneytis Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201611085

Lagt fram til kynningar.

3.5.Málefni Skólamötuneytis

Málsnúmer 201412027

Málið er í vinnslu.

4.Fundargerðir Ársala b.s. 2016

Málsnúmer 201602116

Fundargerð Ársala frá 13. desember 2016 lögð fram til kynningar.

5.Bæjarstjórnarbekkurinn 17.12. 2016

Málsnúmer 201612058

Lögð fram þau erindi sem fram komu á Bæjarstjórnarbekknum á Barradeginum sl. laugardag. Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn til frekari skoðunar og umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dagsettur 14. desember 2016, varðandi framtíðarfyrirkomulag almenningssamgangna á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi í stjórn óstofnaðs einkahlutafélags um almenningssamgöngur á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

Málsnúmer 201612041

Lagt fram til kynningar erindi frá Þroskahjálp, dagsett 7. desember 2016 þar sem sveitarfélög eru almennt eindregið hvött til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks, við gerð áætlana í húsnæðismálum.

8.Frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins

Málsnúmer 201612039

Neðangreind umsögn var send út og samþykkt af fulltrúum í bæjarráði fyrir helgina vegna þess hve stuttur tími var gefinn til að skila umsögn um málið:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mælir eindregið með að frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins) verði samþykkt. Þar sem umsagnartími um frumvarpið var aðeins rúmur sólarhringur, hefur þó ekki gefist færi á að fara gaumgæfilega yfir það. Engu að síður er bæjarráð sammála meginefni frumvarpsins, eins og það liggur hér fyrir, en vísar að öðru leyti til umsagnar Sambands sveitarfélaga um það.

9.Ísland ljóstengt /2017

Málsnúmer 201612038

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 13. des. 2016 þar sem vakin er athygli á því að Fjarskiptasjóður hefur auglýst að umsóknarferli vegna verkefnisins sé hafið.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu og nýta hugsanleg tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Kjarasamningar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

Málsnúmer 201612049

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember 2016 varðandi stöðuna í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.

11.Kjarasamningur Félags grunnskólakennara

Málsnúmer 201606021

Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara sem undirritaður var 29. nóvember 2016 lagður fram til kynningar. Í ljósi bókunar bæjarstjórnar frá 7. desember 2016 fagnar bæjarráð að samningur hafi verið samþykktur en ítrekar að unnið verði af krafti í samræmi við þær bókanir sem að fylgja samningnum og vonast til að sú vinna geti orðið grundvöllur að langvarandi sátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Fyrir liggja vinnugögn vegna samningsdraga varðandi rannsóknir og nýtingarleyfi vegna fyrirhugaðrar virkjunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða til fundar með Ríkiseignum og ábúendum nærliggjandi jarða. Bæjarráð telur æskilegt að landeigendur hafi virkt samráð um samninga og nýtingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.1.Fellaskóli - sjálfsmatsskýrsla 2015-2016

Málsnúmer 201612025

Í vinnslu.

13.Fundur Austurbrúar með Sveitarstjórum á Austurlandi

Málsnúmer 201612036

Fundargerð frá 6. desember 2016 lögð fram til kynningar.

13.1.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Til kynningar.

13.2.Sænska jafnréttisþingið 31/1-1/2 2017

Málsnúmer 201612011

Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

13.3.Skýrsla til Jafnréttisstofu um jafnréttisstarf í sveitarfélögum - Haust 2016

Málsnúmer 201612015

Til kynningar.

13.4.Kynning Jafnréttisstofu á forstöðumannafundi

Málsnúmer 201612014

Lagt fram til kynningar.

13.5.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

Málsnúmer 201606004

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með jafnréttisnefnd og mælist til þess að þegar sveitarfélagið veitir rekstrarstyrki t.d. í íþrótta- og menningarstarfi, og við skil á greinargerð eða ársskýrslum komi fram hvernig styrkir nýtast með tilliti til kynja- og jafnréttissjónarmiða.

Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019 er að öðru leyti í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 60

Málsnúmer 1612005

Fundargerðin lögð fram.

14.1.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2017

Málsnúmer 201612031

Drög að breyttum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarráð drög að breyttum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, þó með þeim fyrirvara að bætt verði inn í 25. gr. reglnanna athugasemd þess eðlis að 7. gr. eigi ekki við þar. Einnig er ákveðið að breyta matsviðmiðum reglnanna í þá veru að eldri viðmið um framfærslukostnað bætast við leiðbeinandi reglur ráðuneytisins. Þannig verði tryggt að þeir lægst launuðu eigi rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60

Málsnúmer 1612008

Fundargerðin lögð fram.

15.1.Breytingar á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald

Málsnúmer 201612017

Lagt fram til kynningar.

15.2.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun

Málsnúmer 201611003

Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd skipulagslýsingin, Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis á spildu úr landi jarðarinnar Ketilsstaða á Völlum, Fljótsdalshéraði, unnin af Strympu - skipulagsráðgjöf ehf.
Óskað var eftir umsögn HEF ehf. um erindið og liggur hún fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að hefja undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt erindinu, Skipulags- og byggingarfulltrúa falið úrvinnsla þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.3.Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkfjöllum

Málsnúmer 201603007

Í vinnslu.

15.4.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

Málsnúmer 201511057

Lagður er að nýju fyrir nefndina deiliskipulagsuppdráttur, ásamt svörum skipulagsráðgjafa við innsendum umsögnum um auglýsta deiliskipulagstillögu Ásgeirsstaða.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Ásgeirsstaða þann 15.6.2016 samkvæmt 41. gr. Skipulagslaga nr.123/2010, auglýsing var birt 5.9.2016 og gefin var frestur til athugasemda til 3. nóvember 2016.
Ábendingar bárust sem sendar voru á skipulagsráðgjafa til úrlausnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bréf skipulagsráðgjafa og niðurstöðu hans, að ekki sé talin þörf á breytingum á uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að auglýsa tillögu að deiliskipulagi og fela Skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu þess skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.5.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021

Málsnúmer 201612012

Lagt fram til kynningar.

15.6.Yrkjusjóður, beiðni um stuðning árið 2017

Málsnúmer 201611113

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

15.7.Beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611106

Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindið, beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum.
Austurför ehf. óskar eftir að fá að setja upp smáhýsi á tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Smáhýsin eru undir 15m2 að stærð og lægri en 2,5m að hæð. Fyrst um sinn yrðu staðsett 2-3 hýsi næsta vor en gætu orðið 10-15 talsins í framtíðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð lítur svo á að uppbygging á borð við þá sem gert er ráð fyrir í þeim tillögum sem liggja fyrir í málinu eigi að vera á forræði sveitarfélagsins, sem eiganda tjaldsvæðisins, en ekki rekstraraðila.

Á meðan ekki hefur verið mótuð stefna hjá sveitarfélaginu um aukið þjónustuframboð á tjaldsvæðinu telur bæjarráð ekki tímabært að leggja til breytingar á deiliskipulagi sem gera ráð fyrir slíkri uppbyggingu. Eigi að móta slíka stefnu telur bæjarráð eðlilegt að unnið verði að því á vettvangi atvinnu- og menningarnefndar og að málið komi til afgreiðslu bæjarstjórnar í framhaldi.

Bæjarstjóra og atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa er falið að boða bréfritara til fundar til að kynna og fara yfir afgreiðslu erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.8.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201602087

Lagt fram til kynningar.

15.9.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201506116

Í vinnslu.

15.10.Gjaldskrá Sláturhússins menningarseturs 2017

Málsnúmer 201611104

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Sláturhússins menningarseturs fyrir árið 2107.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð tillögu að gjaldskrá Sláturhússins menningarseturs og að hún hækki um 3% fyrir árið 2017 frá núgildandi gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.11.Gjaldskrá Félagsheimilisins Iðavallar 2017

Málsnúmer 201611103

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Iðavelli fyrir 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð tillögu að gjaldskrá Félagsheimilisins Iðavalla og að hún hækki um 3% fyrir árið 2017 frá núgildandi gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.12.Gjaldskrá Félagsheimilisins Hjaltalundar 2017

Málsnúmer 201611102

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir fyrir Félagsheimilið Hjaltalund fyrir 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð tillögu að gjaldskrá Félagsheimilisins Hjaltalundar og að hún hækki um 3% fyrir árið 2017 frá núgildandi gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.13.Áfangastaðurinn Austurland, framlag sveitarfélaga í fjórða skrefi verkefnisins

Málsnúmer 201612016

Fyrir liggur erindi frá Austurbrú, dagsett 7. desember 2016 þar sem óskað er eftir vinnuframlagi atvinnu-, menningar- og ferðamálafulltrúa sveitarfélaganna á Austurlandi vegna aðkomu að verkefninu Áfangastaðurinn Austurland.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.14.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201611004

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs með vísan til afgeiðslu liðar 2.2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.15.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023

Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu og tjaldsvæðið á Egilsstöðum, milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar, og Þjónustusamfélagsins á Héraði að þeim þáttum sem eingöngu snúa að Egilsstaðastofu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarstjóra falið að afla lögfræðiálits um tiltekna þætti í samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.16.Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201611078

Á fundi nefndarinnar var kynnt ráðning í starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en nýr forstöðumaður, Kristín Amalía Atladóttir, tekur til starfa frá og með næstu áramótum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og býður Kristínu velkomna til starfa fyrir Menningarmiðstöðina og óskar henni velfarnaðar í starfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Atvinnu- og menningarnefnd - 44

Málsnúmer 1612001

Fundargerðin lögð fram.

16.1.Stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli

Málsnúmer 201606114

Lögð var fram hugmynd fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina að bílastæðum fyrir stóra bíla í þéttbýli, til lengri tíma stöðu.
Lagðar voru fram þrjár tillögur að staðsetningu stæða fyrir stóra bíla og áætlaðan kostnað við framkvæmdina.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að sveitarfélagið útbúi stæði til langtíma leigu fyrir rútur, vörubíla og þessháttar faratæki og komi þar á móts við óskir atvinnurekendur um stæði innan þéttbýlisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að skipulags- og byggingarfulltrúi kanni áhuga fyrir slíkum stæðum í sveitarfélaginu.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela þjónustumiðstöðinni að láta merkja skammtímabílastæði fyrir stórar bifreiðar við Aspargrund í Fellabæ.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna málið nærliggjandi lóðarhöfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.2.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Lagt fram til kynningar.

16.3.Kjarasamningur Félags grunnskólakennara

Málsnúmer 201606021

Lagt fram til kynningar.

16.4.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Lagt fram til kynningar.

17.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 243

Málsnúmer 1612007

Fundargerðin lögð fram.

17.1.Votihvammur, staða skipulags og lóða.

Málsnúmer 201611079

Lagt var að nýju fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindið Votihvammur, staða skipulags og lóða.
Á fundi nr. 59 þann 23.11. 2016 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

Lögð voru fyrir nefndina eftirfarandi gögn:
- Svarbréf Skipulagsstofnunar um skipulag í gildi.
- Samningur ÍAV um uppgjör á lóðum í Votahvammi.
- Samantekt á lóðinni Ártún 1-17.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarráð Skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðirnar Ártún 10-16 og 11-17 á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.2.Útimerking á Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611109

Óskað er eftir leyfi frá Umhverfis- og framkvæmdanefnd til þess að setja upp skilti á Íþróttamiðstöðina, stærð skiltisins 6 metrar á lengd og 0,5 metrar á hæð, staðsett ofan við inngang hússins.
Meðfylgjandi er mynd og erindi dagsett 22.11.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur umsjónarmanni fasteigna úrvinnslu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.3.Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum/Eyvindará II

Málsnúmer 201611028

Í vinnslu.

17.4.Tjarnarland urðunarstaður 2016

Málsnúmer 201604184

Lagt fram til kynningar.

18.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Bæjarstjóri fór yfir málefni fjarvarmaveitunnar á Eiðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram samkvæmt fyrri samþykktum en þó þannig að framkvæmdum verði lokið fyrir júnílok 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.1.Skýrsla um eldvarnarskoðun í Hlymsdölum, nóvember 2016

Málsnúmer 201611110

Í vinnslu hjá umsjónarmanni fasteigna.

18.2.Samþykkt um þjónustugjöld byggingafulltrúa

Málsnúmer 201611127

Lagt fram til kynningar, en erindið verður lagt fyrir aftur í janúar 2017.

18.3.Samningur Minjasafns Austurlands um geymslu muna í Tjarnarási 9

Málsnúmer 201506112

Lögð er fyrir nefndina staða á viðgerðum þaks húsnæðisins að Tjarnarás 9.
Viðgerðum á þakhluta sem Minjasafn Austurlands leigir af Fljótsdalshéraði er lokið.

Í ljósi þess að viðgerðum á þakhluta Minjasafns Austurlands að Tjarnarási 9 er lokið samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Minjasafnið um leigugreiðslur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.4.Ósk um staðsetningu fyrir veitingavagn á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611116

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest en bæjarráð beinir því þó til skipulags- og byggingarfulltrúa að í viðræðum við bréfritara verði farið yfir kosti og galla þeirrar staðsetningar sem tilgreind er í erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.5.Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu

Málsnúmer 201611093

Í vinnslu.

18.6.Eftirlitsskýrsla HAUST/Hlymsdalir, mötuneyti

Málsnúmer 201611090

Lögð fram til kynningar.

18.7.Eftirlitsskýrsla HAUST/Áhaldahús ásamt með dýrageymslu

Málsnúmer 201612023

Lögð fram til kynningar.

18.8.Bændur græða landið, styrkbeiðni fyrir árið 2016

Málsnúmer 201611107

Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2016.
BGL samstarfið felst í að Landgræðslan styrkir þátttakendur til áburðarkaupa, leggur til fræ og veitir faglega ráðgjöf við uppgræðslu landsins.
Á Fljótsdalshéraði voru 36 þátttakendur í verkefninu árið 2016. Framlag Landgræðslu ríkisins í sveitarfélaginu var á árinu 2016 kr. 3.395.650,-kr.
Af öðrum verkefnum má nefna 9 tonn af áburði á uppgræðslusvæðin á Héraðssandi og Húsey. Styrkur til Landgræðslufélags Héraðsbúa 1.300.00,-kr og styrkur í verkefni í Hrafnkelsdal uppá 310.000,-kr.
Landgræðslan lagði sveitarfélaginu til um 100-120 kg af fræi til notkunar á vegum Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs.
Landgræðslan, í gegnum verkefnið Varnir gegn Landbroti vinnur á Fljótsdalshéraði fyrir 3.550.000,-kr, verkefni í Skriðdal og Jökuldal.

Landgræðslan fer því vinsamlega á leit við Fljótsdalshérað að BGL verkefni ársins 2016, hljóti fjárstuðning. Óskað er eftir 6.000,-kr. framlagi á hvern þátttakanda, alls 216.000,-kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að styrkja Landgræðslu ríkisins sem nemur 6.000,-kr. á hvern þátttakanda, alls 216.000,-kr. upphæðin verði tekin af lið nr. 13-29 önnur landbúnaðarmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 13:15.