Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201611078

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 43. fundur - 21.11.2016

Á fundinn undir þessum lið mætti Björn Ingimarsson bæjarstjóri sem gerði grein fyrir niðurstöðu varðandi ráðningu forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd - 44. fundur - 12.12.2016

Til kynningar er ráðning í starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en nýr forstöðumaður, Kristín Amalía Atladóttir, tekur til starfa frá og með næstu áramótum.
Atvinnu- og menningarnefnd býður Kristínu velkomna til starfa fyrir Menningarmiðstöðina og óskar henni velfarnaðar í starfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Á fundi nefndarinnar var kynnt ráðning í starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en nýr forstöðumaður, Kristín Amalía Atladóttir, tekur til starfa frá og með næstu áramótum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og býður Kristínu velkomna til starfa fyrir Menningarmiðstöðina og óskar henni velfarnaðar í starfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.