Til kynningar er ráðning í starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en nýr forstöðumaður, Kristín Amalía Atladóttir, tekur til starfa frá og með næstu áramótum. Atvinnu- og menningarnefnd býður Kristínu velkomna til starfa fyrir Menningarmiðstöðina og óskar henni velfarnaðar í starfi.
Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu og tjaldsvæðið á Egilsstöðum, milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar, og Þjónustusamfélagsins á Héraði að þeim þáttum sem eingöngu snúa að Egilsstaðastofu. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 21. nóvember 2016.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti en vísar viðauka við samninginn, um uppbyggingu á svæðinu, til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Fyrir liggur erindi frá Austurbrú, dagsett 7. desember 2016 þar sem óskað er eftir vinnuframlagi atvinn-, menningar- og ferðamálafulltrúa sveitarfélaganna á Austurlandi vegna aðkomu að verkefninu Áfangastaðurinn Austurland.
Atvinnu- og menningarnefnd mælir með því að starfsmaður nefndarinnar sinni verkefninu hér eftir sem hingað til.
Atvinnu- og menningarnefnd býður Kristínu velkomna til starfa fyrir Menningarmiðstöðina og óskar henni velfarnaðar í starfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.