Fyrir liggur samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði sem gildir fyrir árin 2015-2016. Á fundinn undir þessum lið mæta fulltrúar stjórnar Þjónustusamfélagsins.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Guðmundur Sveinsson Kröyer og Ásmundur Ásmundsson fundi með fulltrúum stjórnar Þjónustusamfélagsins um endurnýjun samningsins milli félagsins og Fljótsdalshéraðs. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Þjónustusamfélagið á Héraði um verkefnisstjóra markaðsmála og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegu eintaki og undirrita síðan fyrir hönd sveitarfélagsins.
Til umfjöllunar er samningur Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði, en samkvæmt 5. grein samningsins skal hann tekinn til endurskoðunar fyrir 1. júní ár hvert.
Á fundinn undir þessum lið mættu Ívar Ingimarsson, Hulda Daníelsdóttir og Margrét Árnadóttir fulltrúar Þjónustusamfélagsins.
Fulltrúar Þjónustusamfélagsins fóru yfir starfsemi þess og helstu verkefni.
Samningurinn verður áfram til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2018.
Fyrir liggja drög að endurnýjuðum samningi við Þjónustusamfélagið á Héraði.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi samningsdrög við Þjónustusamfélagið á Héraði. Að öðru leiti er verkefninu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
Á fundinn undir þessum lið mættu Ívar Ingimarsson og Heiður Vigfúsdóttir frá Þjónustusamfélaginu á Héraði. Ívar og Heiður fóru yfir helsu verkefni félagsins undanfarin misseri og þau verkefni sem félagið er að vinna að um þessar mundir. Samningur sveitarfélagsins og Þjónustusamfélagsins var einnig til umræðu og framlag sveitarfélagsins til hans. Ákvörðun um framlagið vísað til afgeiðslu fjárhagsáætlunar nefndarinnar fyrir 2018.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði mæti á næsta fund nefndarinnar til umræðu um samninginn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.