Atvinnu- og menningarnefnd

53. fundur 08. maí 2017 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál kæmi á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða. Málið er númer sex.

1.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201611004

Til umfjöllunar er samningur Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði, en samkvæmt 5. grein samningsins skal hann tekinn til endurskoðunar fyrir 1. júní ár hvert.

Á fundinn undir þessum lið mættu Ívar Ingimarsson, Hulda Daníelsdóttir og Margrét Árnadóttir fulltrúar Þjónustusamfélagsins.

Fulltrúar Þjónustusamfélagsins fóru yfir starfsemi þess og helstu verkefni.

Samningurinn verður áfram til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ársskýrsla og ársreikningur Minjasafns Austurlands fyrir 2016

Málsnúmer 201705012

Fyrir liggur ársskýrsla og ársreikningur Minjasafns Austurlands. Einnig fundargerð aðalfundar og Safnastefna Þjóðminjasafns Íslands, á sviði menningarminja.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar Minjasafninu fyrir greinargóða ársskýrslu.

Atvinnu- og menningarnefnd minnir á að í menningarstefnu sveitarfélagsins er lagt til að Minjasafn Austurlands verði ábyrgðarsafn í samræmi við ákvæði Safnalaga.

Nefndin beinir því til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Safnráðs og Þjóðminjasafns Íslands að flýta því ferli sem þarf til að Minjasafn Austurlands geti orðið ábyrgðasafn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áfangastaðurinn Austurland, fundargerð markaðsráðs frá 4. maí 2017

Málsnúmer 201705029

Fyrir liggur fundargerð frá fundi atvinnu- og ferðamálafulltrúa sveitarfélaga á Austurlandi og fulltrúa Austurbrúar um Áfangastaðinn Austurland frá 4. maí 2017.

Starfsmaður kynnti helstu þætti og áherslur verkefnisins.

4.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018

Málsnúmer 201704015

Málið í vinnslu en áætlunin verður afgreidd úr nefnd á næsta fundi.

5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2017

Málsnúmer 201705023

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna, 24. maí 2017.

Lagt fram til kynningar.

6.Minnispunktar vegna fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, atvinnu- og menningarnefndar og fulltrúa Þjónustusamfélagsins á Héraði 4. maí 2017

Málsnúmer 201705050

Fyrir liggja minnispunktar vegna fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, atvinnu- og menningarnefndar og fulltrúa Þjónustusamfélagsins á Héraði 4. maí 2017.

Fundi slitið - kl. 19:15.