Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra. Á fundinn undir þessum lið mættu Bára Stefánsdóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra. Jóhanna Hafliðadóttir boðaði forföll vegna fjarveru.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir drög að fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir árið 2018 og vísar henni til bæjarráðs.
Jafnframt samþykkir nefndin fyrirliggjandi drög að viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018 og vísar henni henni til bæjarráðs.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.
Málið í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018 og vísar henni til bæjarstjórnar.