Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018

Málsnúmer 201704015

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 53. fundur - 08.05.2017

Málið í vinnslu en áætlunin verður afgreidd úr nefnd á næsta fundi.

Atvinnu- og menningarnefnd - 54. fundur - 29.05.2017

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.
Á fundinn undir þessum lið mættu Bára Stefánsdóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra. Jóhanna Hafliðadóttir boðaði forföll vegna fjarveru.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir drög að fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir árið 2018 og vísar henni til bæjarráðs.

Jafnframt samþykkir nefndin fyrirliggjandi drög að viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018 og vísar henni henni til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 55. fundur - 11.09.2017

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Málið í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi.

Atvinnu- og menningarnefnd - 56. fundur - 25.09.2017

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 57. fundur - 23.10.2017

Fyrir liggja tillögur að viðhalds- og framkvæmdaverkefnum frá forstöðumönnum vegna mannvirkja sem undir nefndina heyra.

Atvinnu og menningarnefnd vísar fyrirliggjandi tillögum til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.