Atvinnu- og menningarnefnd

57. fundur 23. október 2017 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Ormsteiti 2017

Málsnúmer 201702030

Fyrir liggja minnispunktar frá Erlu Dögg Grétarsdóttur um Ormsteitið sem haldið var í ágúst á þessu ári.

Atvinnu- og menningarnefnd telur ástæðu til að yfirfara og jafnvel endurskoða fyrirkomulag hátíðarinnar.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

2.17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201709076

Á fundinn undir þessum lið mættu þær Anna Dís Jónsdóttir og Dagbjört Kristinsdóttir frá Fimleikadeild Hattar, en deildin hefur séð um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna undanfarin ár.
Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi.

3.Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201610008

Til umræðu eru áhersluatriði vegna innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað.

Starfsmanni falið að vinna málið áfram í samstarfi við Austurbrú.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018

Málsnúmer 201709066

Fyrir liggja gögn vegna gerðar starfsáætlunar atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018.
Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun fyrir 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018

Málsnúmer 201704015

Fyrir liggja tillögur að viðhalds- og framkvæmdaverkefnum frá forstöðumönnum vegna mannvirkja sem undir nefndina heyra.

Atvinnu og menningarnefnd vísar fyrirliggjandi tillögum til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Stoðþjónusta upplýsingaveitu

Málsnúmer 201710080

Fyrir liggur tölvupóstur frá Austurbrú með upplýsingum frá Ferðamálastofu um verkefnið „stoðþjónusta upplýsingaveitu“ sem verið er að vinna að. Samkvæmt grunntillögum verkefnisins er lagt til að breyta skipulagi upplýsingaveitna frá árinu 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd lýst vel á tillögurnar en leggur áherslu á að raunhæft fjármagn komi frá ríkisvaldinu til reksturs kjarna- og svæðisveitnanna sem tillögurnar gera ráð fyrir. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Hluthafafundur Gróðrastöðvarinnar Barra ehf 30. október 2017

Málsnúmer 201710078

Fyrir liggur fundarboð vegna hluthafafundur Gróðrarstöðvar Barra ehf sem haldinn verður 30. október 2017.

Lagt fram til kynningar.

8.Beiðni um styrk til að setja upp aðstöðu í heimavistarbyggingu ME

Málsnúmer 201710004

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Nemendafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum vegna uppbyggingar á aðstöðu til æfingar á tónlist, í heimavistarbyggingu skólans.

Atvinnu- og menningarnefnd hafnar erindinu en vekur athygli á að Sláturhúsið hefur yfir að ráða aðstöðu til æfinga og hljóðupptöku sem stendur menntskælingum til boða sem og öðru ungu fólki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Sjötíuára afmælismálþing Páls Pálssonar

Málsnúmer 201710031

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 7. október 2017, frá Skúla Birni Gunnarssyni, með beiðni um styrk vegna afmælismálþings til heiðurs Páli Pálssyni á Aðalbóli sjötugum. Málþingið er haldið á vegum Gunnarsstofnuna, Útgáfufélags Glettings og fleiri aðila og verður haldið 4. nóvember.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0583.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.