Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201610008

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 41. fundur - 24.10.2016

Fyrir liggja ýmis gögn og minnispunktar um innviðagreiningu fyrir Fljótsdalshérað sem nýtt verði til að kynna sveitarfélagið sem áhugaverðan kost til fjárfestinga og búsetu.
Nefndin samþykkir að senda minnispunktana til Hitaveitu Egilsstaða og Fella til umfjöllunar.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 48. fundur - 20.02.2017

Fyrir liggur frá Austurbrú tilboð og verkáætlun vegna innviðgreiningar fyrir Fljótsdalshérað.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmanni nefndarinnar verði falið að leita samninga við Austurbrú um gerð innviðagreiningar á grundvelli meðfylgjandi gagna, í samvinnu við stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Endanlegur samningur verði lagður fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 56. fundur - 25.09.2017

Til umræðu eru áhersluatriði vegna innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað.
Ákveðið að nefndarfulltrúar vinni það sem að nefndinni snýr á vinnufundi innan tíðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 57. fundur - 23.10.2017

Til umræðu eru áhersluatriði vegna innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað.

Starfsmanni falið að vinna málið áfram í samstarfi við Austurbrú.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 60. fundur - 11.12.2017

Á fundinn undir þessum lið mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal frá Austurbrú sem gerði grein fyrir stöðu innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað.

Atvinnu- og menningarnefnd - 63. fundur - 12.02.2018

Á fundinn undir þessum lið mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal frá Austurbrú og kynnti drög að innviðagreiningu. Fyrirhugað er að Jón mæti aftur á fund nefndarinnar eftir mánuð.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 65. fundur - 12.03.2018

Á fundinn undir þessum lið mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal frá Austurbrú og gerði grein fyrir vinnu við gerð innviðagreiningar fyrir sveitarfélagið.

Málið í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 69. fundur - 07.05.2018

Fyrir liggur innviðagreining sem Austurbrú vann fyrir Fljótsdalshérað.
Starfsmaður nefndarinnar kynnti innviðagreininguna sem nú er í lokafrágangi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að innviðagreiningin verði sett í prentun og komið á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt verði leitað leiða til kynna greininguna sem víðast.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.