Atvinnu- og menningarnefnd

56. fundur 25. september 2017 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201611004Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mættu Ívar Ingimarsson og Heiður Vigfúsdóttir frá Þjónustusamfélaginu á Héraði. Ívar og Heiður fóru yfir helsu verkefni félagsins undanfarin misseri og þau verkefni sem félagið er að vinna að um þessar mundir. Samningur sveitarfélagsins og Þjónustusamfélagsins var einnig til umræðu og framlag sveitarfélagsins til hans. Ákvörðun um framlagið vísað til afgeiðslu fjárhagsáætlunar nefndarinnar fyrir 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185Vakta málsnúmer

Farið yfir ýmis gögn varðandi menningarhús á Egilsstöðum. Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar og umræðu.

3.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 201509024Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ýmis gögn vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð sem sveitarfélagið fékk styrk til að gera frá Húsafriðunarsjóði. Meðal annars er hér um að ræða greinargerð um mat á byggð, húsaskrá og samantekt.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð Markaðsráðs Austurlands

Málsnúmer 201709063Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Markaðsráðs Austurlands, frá 12. september 2017.

Lagt fram til kynningar.

5.Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201610008Vakta málsnúmer

Til umræðu eru áhersluatriði vegna innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað.
Ákveðið að nefndarfulltrúar vinni það sem að nefndinni snýr á vinnufundi innan tíðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201709076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur Fljótsdalshéraðs við Fimleikadeild Hattar um stjórnun og undirbúning 17. júní hátíðahalda, en samningurinn rann út á þessu ári.

Ákveðið að bjóða fulltrúum fimleikadeildarinnar á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018

Málsnúmer 201709066Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn vegna gerðar starfsáætlunar atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018 sem nefndinni ber að skila af sér samhliða fjárhagsáætlun.

Málið í vinnslu.

8.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018

Málsnúmer 201704015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.