Á fundinn undir þessum lið mættu Ívar Ingimarsson og Heiður Vigfúsdóttir frá Þjónustusamfélaginu á Héraði. Ívar og Heiður fóru yfir helsu verkefni félagsins undanfarin misseri og þau verkefni sem félagið er að vinna að um þessar mundir. Samningur sveitarfélagsins og Þjónustusamfélagsins var einnig til umræðu og framlag sveitarfélagsins til hans. Ákvörðun um framlagið vísað til afgeiðslu fjárhagsáætlunar nefndarinnar fyrir 2018.
Fyrir liggja ýmis gögn vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð sem sveitarfélagið fékk styrk til að gera frá Húsafriðunarsjóði. Meðal annars er hér um að ræða greinargerð um mat á byggð, húsaskrá og samantekt.
Til umræðu eru áhersluatriði vegna innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað. Ákveðið að nefndarfulltrúar vinni það sem að nefndinni snýr á vinnufundi innan tíðar.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018 og vísar henni til bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.