Á fundinn undir þessum lið mættu þær Anna Dís Jónsdóttir og Dagbjört Kristinsdóttir frá Fimleikadeild Hattar, en deildin hefur séð um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna undanfarin ár. Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.
Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi.
Fyrir liggur samningur Fljótsdalshéraðs við Fimleikadeild Hattar um stjórnun og undirbúning 17. júní hátíðahalda, en samningurinn rann út á þessu ári. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 23. október 2017.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við fimleikadeildina varðandi hátíðahöld á 17. júní og leggja fyrir nefndina.
Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. nóvember 2017.
Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 11. desember 2017.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Samningur sveitarfélagsins við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna á Fljótsdalshéraði, rann út á síðasta ári.
Atvinnu- og menningarnefnd felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að óska eftir viðræðum við fulltrúa fimleikadeildar Hattar um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna árið 2019.
Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar en þá var formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að ræða við fulltrúa fimleikadeildar Hattar um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna árið 2019.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við Fimleikadeild Hattar um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna.
Fyrir liggja drög að samningi við fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna á Fljótsdalshéraði.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að samningi í samræmi við umræðu á fundinum.
Nefndin vekur athygli á að til að Tjarnargarðurinn geti áfram þjónað því hlutverki að þar sé hægt að halda 17. júní hátíðahöld þarf að sinna viðhaldi og uppbyggingu í garðinum.
Ákveðið að bjóða fulltrúum fimleikadeildarinnar á næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.