17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201709076

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 56. fundur - 25.09.2017

Fyrir liggur samningur Fljótsdalshéraðs við Fimleikadeild Hattar um stjórnun og undirbúning 17. júní hátíðahalda, en samningurinn rann út á þessu ári.

Ákveðið að bjóða fulltrúum fimleikadeildarinnar á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 57. fundur - 23.10.2017

Á fundinn undir þessum lið mættu þær Anna Dís Jónsdóttir og Dagbjört Kristinsdóttir frá Fimleikadeild Hattar, en deildin hefur séð um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna undanfarin ár.
Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi.

Atvinnu- og menningarnefnd - 58. fundur - 06.11.2017

Fyrir liggur samningur Fljótsdalshéraðs við Fimleikadeild Hattar um stjórnun og undirbúning 17. júní hátíðahalda, en samningurinn rann út á þessu ári.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 23. október 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við fimleikadeildina varðandi hátíðahöld á 17. júní og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 59. fundur - 20.11.2017

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði.

Málið er í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 60. fundur - 11.12.2017

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. nóvember 2017.

Málið í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 61. fundur - 08.01.2018

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 11. desember 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 80. fundur - 07.01.2019

Samningur sveitarfélagsins við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna á Fljótsdalshéraði, rann út á síðasta ári.

Atvinnu- og menningarnefnd felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að óska eftir viðræðum við fulltrúa fimleikadeildar Hattar um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna árið 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 81. fundur - 21.01.2019

Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar en þá var formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að ræða við fulltrúa fimleikadeildar Hattar um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna árið 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við Fimleikadeild Hattar um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 82. fundur - 11.02.2019

Fyrir liggja drög að samningi við fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að samningi í samræmi við umræðu á fundinum.

Nefndin vekur athygli á að til að Tjarnargarðurinn geti áfram þjónað því hlutverki að þar sé hægt að halda 17. júní hátíðahöld þarf að sinna viðhaldi og uppbyggingu í garðinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.