Atvinnu- og menningarnefnd

59. fundur 20. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Þórður Mar tilkynnti forföll fyrir fundinn.

1.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

Málsnúmer 201711014

Fyrir liggja ályktanir um atvinnu- og menningarmál frá aðalfundi SSA sem haldinn var á Breiðdalsvík 29. og 30. september 2017.

Lagt fram til kynningar.

2.Raforkumál á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201711065

Stefnt er að því að málið verði aftur til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

3.Umsókn um styrk til menningarstarfsemi/Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201711026

Fyrir liggur styrkumsókn frá Myndlistarfélagi Fljótsdalshéraðs til að efla námskeiðahald myndlistarfélagsins.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar umsókninni til afgreiðslu menningarstyrkja í upphafi næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kaup á listaverki

Málsnúmer 201711042

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að listaverkið Örninn eftir Grétar Reynisson, sem staðið hefur við Fagradalsbraut í sumar, verði keypt. Upphæðin kr. 250.000 verði tekin af lið 0589 á árinu 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201709076

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði.

Málið er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:15.