Fundurinn hófst á því að nefndarfulltrúar heimsóttu Safnahúsið á Egilsstöðum þar sem forstöðumenn safnanna þriggja í húsinu kynntu starfsemi og aðstöðu safnanna.
Fyrir liggur frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði bréf dagsett 28. september 2017, þar sem nefndir og ráð sveitarfélagsins eru minnt á að hafa sjónarmið heilsueflingar í sinni víðustu mynd í huga við gerð starfsáætlana.
Atvinnu- og menningarnefnd þakkar ábendinguna. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Fyrir liggur samningur Fljótsdalshéraðs við Fimleikadeild Hattar um stjórnun og undirbúning 17. júní hátíðahalda, en samningurinn rann út á þessu ári. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 23. október 2017.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við fimleikadeildina varðandi hátíðahöld á 17. júní og leggja fyrir nefndina.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
4.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2017
Fyrir liggur fundarboð á Aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga, sem haldinn verður fimmtudaginn 23. nóvember 2017 á Skriðuklaustri. Einnig liggur fyrir ársskýrsla og ársreikningur safnsins fyrir 2016 og fjárhagsáætlun fyrir 2018.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Óðinn Gunnar starfsmaður nefndarinnar verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 23. október 2017.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem geri tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis. Leitað verði til eftirfarandi aðila um skipan fulltrúa í hópinn: Ungt Austurland, Þjónustsamfélagið á Héraði, ungmennaráð Fljótsdalshéraðs, Félag eldri borgara á Héraði. Einnig skipi hópinn Aðalheiður Björt Unnarsdóttir frá atvinnu- og menningarnefnd og starfsmaður verði Óðinn Gunnar Óðinsson.