Ormsteiti 2017

Málsnúmer 201702030

Atvinnu- og menningarnefnd - 50. fundur - 20.03.2017

Fram kom á fundinum að enginn sótti um starf framkvæmdastjóra Ormsteitis en umsóknarfrestur rann út 10. mars s.l. Jafnframt kom fram að starfsmaður nefndarinnar hefur verið í sambandi við einstaklinga um starfið frá því umsóknarfresti lauk.

Nokkuð var rætt um fyrirkomulag hátíðarinnar að þessu sinni.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að aðkoma og framlag áhaldahúss og vinnuskóla verði skýrt þannig að ekki þurfi að gera ráð fyrir framkvæmdafé hátíðarinnar í þessa þætti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 68. fundur - 26.04.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefndarnefnd telur ekki fært að gefa Ormsteitishátíðinni afslátt af vinnu starfsmanna Þjónustumiðstöðvarinnar við undirbúning hátíðarinnar.

Tillagan borin upp, já sögðu þrír (ÁK, PS, ÞB), einn segir nei (EK).

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 59. fundur - 31.05.2017

Reynir Hólm Gunnarsson kom fyrir hönd Nýungar og Vegahússins og ræddi ungmennadagskrá Ormsteitis. Bað um hugmyndir að dagskrárliðum.
Ungmennaráð er sammála um að nauðsynlegt sé að Ormsteiti ráðstafi fjármagni til ungmennaskemmtunar á hátíðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 57. fundur - 23.10.2017

Fyrir liggja minnispunktar frá Erlu Dögg Grétarsdóttur um Ormsteitið sem haldið var í ágúst á þessu ári.

Atvinnu- og menningarnefnd telur ástæðu til að yfirfara og jafnvel endurskoða fyrirkomulag hátíðarinnar.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 58. fundur - 06.11.2017

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 23. október 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem geri tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis. Leitað verði til eftirfarandi aðila um skipan fulltrúa í hópinn: Ungt Austurland, Þjónustsamfélagið á Héraði, ungmennaráð Fljótsdalshéraðs, Félag eldri borgara á Héraði. Einnig skipi hópinn Aðalheiður Björt Unnarsdóttir frá atvinnu- og menningarnefnd og starfsmaður verði Óðinn Gunnar Óðinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 62. fundur - 23.11.2017

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem geri tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis. Leitað verði til eftirfarandi aðila um skipan fulltrúa í hópinn: Ungt Austurland, Þjónustsamfélagið á Héraði, ungmennaráð Fljótsdalshéraðs, Félag eldri borgara á Héraði. Einnig skipi hópinn Aðalheiður Björt Unnarsdóttir frá atvinnu- og menningarnefnd og starfsmaður verði Óðinn Gunnar Óðinsson.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs tilnefnir Kristbjörgu Mekkín Helgadóttur sem sinn fulltrúa í starfshópi Ormsteitis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.