Fyrir liggur bréf frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði, dagsett 28. september 2017, þar sem nefndir og ráð sveitarfélagsins eru minnt á að hafa sjónarmið heilsueflingar í sinni víðustu mynd í huga við gerð starfsáætlana.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs þakkar ábendinguna. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem geri tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis. Leitað verði til eftirfarandi aðila um skipan fulltrúa í hópinn: Ungt Austurland, Þjónustsamfélagið á Héraði, ungmennaráð Fljótsdalshéraðs, Félag eldri borgara á Héraði. Einnig skipi hópinn Aðalheiður Björt Unnarsdóttir frá atvinnu- og menningarnefnd og starfsmaður verði Óðinn Gunnar Óðinsson.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs tilnefnir Kristbjörgu Mekkín Helgadóttur sem sinn fulltrúa í starfshópi Ormsteitis.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.