Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

62. fundur 23. nóvember 2017 kl. 16:30 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Erla Jónsdóttir formaður
  • Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Ásta Dís Helgadóttir varaformaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við erindi frá Atvinnu- og menningarnefnd. Verður það mál nr.5 á dagskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Heilsueflandi samfélag, tilmæli frá stýrihópi

Málsnúmer 201710106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði, dagsett 28. september 2017, þar sem nefndir og ráð sveitarfélagsins eru minnt á að hafa sjónarmið heilsueflingar í sinni víðustu mynd í huga við gerð starfsáætlana.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs þakkar ábendinguna. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Hjólahreystibrautir

Málsnúmer 201711019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Alexander Kárasyni, þar sem hann kynnir hjólahreystibrautir frá LexGames.

Ungmennaráð þakkar fyrir erindið. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3.Ungmennaþing 2018

Málsnúmer 201711032Vakta málsnúmer

Dagskrá Ungmennaþings 2018 er í vinnslu.

4.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar - undirbúningur

Málsnúmer 201711053Vakta málsnúmer

Dagskrá sameiginlegs fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar er í vinnslu.

5.Ormsteiti 2017

Málsnúmer 201702030Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem geri tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis. Leitað verði til eftirfarandi aðila um skipan fulltrúa í hópinn: Ungt Austurland, Þjónustsamfélagið á Héraði, ungmennaráð Fljótsdalshéraðs, Félag eldri borgara á Héraði. Einnig skipi hópinn Aðalheiður Björt Unnarsdóttir frá atvinnu- og menningarnefnd og starfsmaður verði Óðinn Gunnar Óðinsson.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs tilnefnir Kristbjörgu Mekkín Helgadóttur sem sinn fulltrúa í starfshópi Ormsteitis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.