Atvinnu- og menningarnefnd

61. fundur 08. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Afgreiðsla menningarstyrkja, janúar 2018

Málsnúmer 201711115

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki en umsóknarfrestur var til 15. desember 2017.

Í vinnslu.

2.Atvinnumálasjóður 2018

Málsnúmer 201711088

Fyrir liggja úthlutunarreglur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að auglýstir verði styrkir til umsóknar úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs og felur starfsmanni að gera það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tilboð um kaup á olíumálverki

Málsnúmer 201712016

Fyrir liggur bréf dagsett 5. desember 2017 frá Ásdísi Jóhannsdóttur þar sem hún býður sveitarfélaginu að kaupa málverk eftir sig.

Atvinnu- og menningarnefnd hafnar erindinu að svo komnu máli og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna drög að reglum um listaverk í eigu sveitarfélagsins, þar sem m.a. verði fjallað um kaup á listaverkum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201709076

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 11. desember 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reglur er varða menningarmál

Málsnúmer 201801002

Fyrir liggja hugmyndir að reglum er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum.

Málið í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:30.