Fyrir liggur bréf dagsett 5. desember 2017 frá Ásdísi Jóhannsdóttur þar sem hún býður sveitarfélaginu að kaupa málverk eftir sig.
Atvinnu- og menningarnefnd hafnar erindinu að svo komnu máli og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna drög að reglum um listaverk í eigu sveitarfélagsins, þar sem m.a. verði fjallað um kaup á listaverkum.
Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 11. desember 2017.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Í vinnslu.