Atvinnumálasjóður 2018

Málsnúmer 201711088

Atvinnu- og menningarnefnd - 61. fundur - 08.01.2018

Fyrir liggja úthlutunarreglur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að auglýstir verði styrkir til umsóknar úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs og felur starfsmanni að gera það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 63. fundur - 12.02.2018

Fyrir liggja umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs en umsóknarfrestur rann út 8. febrúar. Tvær umsóknir bárust sjóðnum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Teiknistofan AKS - Markaðsrannsóknir vegna þróunar fyrirtækisins kr. 315.000
- Pes ehf - Markaðssetning Krossdal Gunstock á alþjóðlegri sýningu í Þýskalandi kr. 780.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.