Á fundinn undir þessum lið mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal frá Austurbrú og kynnti drög að innviðagreiningu. Fyrirhugað er að Jón mæti aftur á fund nefndarinnar eftir mánuð.
Fyrir liggja umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs en umsóknarfrestur rann út 8. febrúar. Tvær umsóknir bárust sjóðnum.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt: - Teiknistofan AKS - Markaðsrannsóknir vegna þróunar fyrirtækisins kr. 315.000 - Pes ehf - Markaðssetning Krossdal Gunstock á alþjóðlegri sýningu í Þýskalandi kr. 780.000
Málið að öðru leyti í vinnslu.