Atvinnu- og menningarnefnd

63. fundur 12. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201610008

Á fundinn undir þessum lið mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal frá Austurbrú og kynnti drög að innviðagreiningu. Fyrirhugað er að Jón mæti aftur á fund nefndarinnar eftir mánuð.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

2.Atvinnumálasjóður 2018

Málsnúmer 201711088

Fyrir liggja umsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs en umsóknarfrestur rann út 8. febrúar. Tvær umsóknir bárust sjóðnum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Teiknistofan AKS - Markaðsrannsóknir vegna þróunar fyrirtækisins kr. 315.000
- Pes ehf - Markaðssetning Krossdal Gunstock á alþjóðlegri sýningu í Þýskalandi kr. 780.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ormsteiti 2018

Málsnúmer 201801076

Fyrir liggja til kynningar minnispunktar frá fundi starfshóps, 5. febrúar 2018, sem falið var að gera tillögur að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis.

Atvinnu- og menningarnefnd líst vel á þær áherslur sem fram koma í punktunum.

Málið er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:45.