Reglur er varða menningarmál

Málsnúmer 201801002

Atvinnu- og menningarnefnd - 61. fundur - 08.01.2018

Fyrir liggja hugmyndir að reglum er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum.

Málið í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 62. fundur - 22.01.2018

Fyrir liggja hugmyndir um reglur er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að vinna áfram að gerð reglna um listaverk í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 74. fundur - 24.09.2018

Fyrir liggja hugmyndir um reglur er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Málið var á dagskrá á fundi nefndarinnar 22. janúar 2018.

Málinu frestað til næsta fundar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 75. fundur - 08.10.2018

Fyrir liggja hugmyndir um reglur er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd felur Sigrúnu Blöndal og Gunnhildi Ingvarsdóttur að fara yfir drög að fyrirliggjandi reglum er varða menningarmál, ásamt starfsmanni og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 83. fundur - 25.02.2019

Fyrir liggja drög að reglum er styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum.
Á fundi atvinnu- og menningarnefndar 8. október 2018 fól nefndin Sigrúnu Blöndal og Gunnhildi Ingvarsdóttur að fara yfir drög að fyrirliggjandi reglum er varða menningarmál, ásamt starfsmanni og leggja fyrir nefndina. Annars vegar er um að ræða reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins og hins vegar reglur um menningarverðlaun.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að reglum um menningarverðlaun og reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.