Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki sem auglýstir voru til umsóknar á síðasta ári með umsóknarfresti til og með 15. desember 2017.
Alls bárust 28 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 10.750.000. Til úthlutunar voru kr. 3.150.000. Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Lúðrasveit og skólahljómsveit Fljótsdalshéraðs; Berglind Halldórsdóttir kr. 200.000 - Listasumar B sýning; Bylgja Lind Pétursdóttir 150.000 - Tónlistarstundir 2018; Tónlistarstundir kr. 250.000 - Kvennakórinn Héraðsdætur tónleikar; Kvennakórinn Héraðsdætur kr. 100.000 - Tónleikar og tónleikaferðalag Kórs Egilsstaðakirkju; Kór Egilsstaðakirkju kr. 100.000 - Dansstúdíó Emelíu listdansnámskeið; Listdans á Austurlandi kr. 300.000 - Sóley Rós ræstitæknir leiksýning; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000 - kynSlóðir sumarsýning MMF; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000 - Myrkraverk sjónlistaverk; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000 - Dagur skapandi greina; Félagsmiðstöðin Nýung kr. 250.000 - List án landamæra á Austurlandi; Þroskahjálp Austurlandi kr. 100.000 - Nr. 2 Umhverfing myndlistarsýning; Minjasafn Austurlands kr. 200.000 - Skráning og varðveisla fornra minja við Jöklu; Söguslóðir Austurlands kr. 200.000 - Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna þátttaka nemenda; Tónlistarskólinn á Egilsstöðum kr. 100.000 - Kjarval og Dyrfjöllin heimildamynd; Frjálst orð kr. 200.000 - Útilistaverk við Sleðbrjótskirkju; Félag um minningarreit við við Sleðbrjótskirkju, kr. 100.000 - Efling námskeiðahalds Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs; Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs kr. 100.000 - Stelpur skapa námskeiðsröð; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000
Þá verði Ferðafélag Fljótsdalshéraðs styrkt um kr. 150.000, vegna verkefnisins Heiðarbýlin í göngufæri, sem tekið verði af lið 13.69.
Fyrir liggur Menningarstefna Fljótsdalshéraðs sem samþykkt var í maí 2016.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að taka saman hvernig til hefur tekist við framkvæmd stefnunnar fram að þessu og kanna hvernig ábyrgðaraðilum gengur að vinna samkvæmt henni. Loks minnir nefndin á að stefnan skal endurskoðuð fyrir 1. október n.k.
Fyrir liggja hugmyndir um reglur er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að vinna áfram að gerð reglna um listaverk í eigu sveitarfélagsins.
Fyrir liggja gögn er varða kynningarmál sveitarfélagsins. Starfsmaður gerði jafnframt grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi varðandi málið m.a. í samstarfi við Egilsstaðastofu og Austurbrú.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að framlag Fljótsdalshéraðs til sameiginlegrar kynningar sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar verði kr. 693.750, samkvæmt fyrirliggjandi birtingaráætlun 2018, sem verði tekið af lið 1363.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Brynju Þorsteinsdóttur fyrir hönd NME, dagsett 19. janúar 2018 þar sem óskaði er eftir styrk til að halda Barkann, árlega Söngkeppni framhaldsskólanna.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að NME verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.
Alls bárust 28 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 10.750.000. Til úthlutunar voru kr. 3.150.000.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Lúðrasveit og skólahljómsveit Fljótsdalshéraðs; Berglind Halldórsdóttir kr. 200.000
- Listasumar B sýning; Bylgja Lind Pétursdóttir 150.000
- Tónlistarstundir 2018; Tónlistarstundir kr. 250.000
- Kvennakórinn Héraðsdætur tónleikar; Kvennakórinn Héraðsdætur kr. 100.000
- Tónleikar og tónleikaferðalag Kórs Egilsstaðakirkju; Kór Egilsstaðakirkju kr. 100.000
- Dansstúdíó Emelíu listdansnámskeið; Listdans á Austurlandi kr. 300.000
- Sóley Rós ræstitæknir leiksýning; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000
- kynSlóðir sumarsýning MMF; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000
- Myrkraverk sjónlistaverk; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000
- Dagur skapandi greina; Félagsmiðstöðin Nýung kr. 250.000
- List án landamæra á Austurlandi; Þroskahjálp Austurlandi kr. 100.000
- Nr. 2 Umhverfing myndlistarsýning; Minjasafn Austurlands kr. 200.000
- Skráning og varðveisla fornra minja við Jöklu; Söguslóðir Austurlands kr. 200.000
- Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna þátttaka nemenda; Tónlistarskólinn á Egilsstöðum kr. 100.000
- Kjarval og Dyrfjöllin heimildamynd; Frjálst orð kr. 200.000
- Útilistaverk við Sleðbrjótskirkju; Félag um minningarreit við við Sleðbrjótskirkju, kr. 100.000
- Efling námskeiðahalds Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs; Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs kr. 100.000
- Stelpur skapa námskeiðsröð; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000
Þá verði Ferðafélag Fljótsdalshéraðs styrkt um kr. 150.000, vegna verkefnisins Heiðarbýlin í göngufæri, sem tekið verði af lið 13.69.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.