Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að skipað verði í vinnuhóp um menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, einn frá hverju framboði, á næsta fundi nefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og mælist til að á næsta fundi nefndarinnar verði skipaður vinnuhópur um menningarstefnu Fljótsdalshéraðs og að þar verði einn fulltrúi frá hverju framboði.
Samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta, en 3 fulltrúar minnihluta sátu hjá.
Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun fh. B-listans: Þó fulltrúar B-lista telji ekki ástæðu til að leggjast gegn því að ráðist verði í vinnu við gerð menningarstefnu þá teljum við önnur verkefni brýnni. Ljóst er að allmikil vinna fer í verkefni sem þetta, bæði af hálfu kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins. Stjórnsýsla sveitarfélagsins þjáist ekki af verkefnaskorti og telja fulltrúar B-lista skynsamlegra að klára önnur verkefni sem þegar eru hafin áður en lagt er í ný, til að mynda vinnu starfshóps um menningarhús.
Málið var áður á dagskrá atvinnu- og menningarnefndar 6. október 2014.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi fulltrúar skipi vinnuhóp um stefnuna: Ragnhildur Rós Indriðadóttir formaður, Stefán Bogi Sveinsson, Sigríður Sigmundsdóttir og Esther Kjartansdóttir. Starfsmaður nefndarinnar vinni með hópnum. Starfshópnum er ætlað að leiða vinnuna við gerð stefnunnar og leggja fram drög að henni fyrir atvinnu- og menningarnefnd fyrir 10. apríl 2015.
Menningarstefnunni er ætlað að draga fram hlutverk, áherslur og aðkomu sveitarfélagsins að menningartengdri starfsemi og listum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi fulltrúar skipi vinnuhóp um stefnuna: Ragnhildur Rós Indriðadóttir formaður, Stefán Bogi Sveinsson, Sigríður Sigmundsdóttir og Esther Kjartansdóttir. Starfsmaður nefndarinnar vinni með hópnum. Starfshópnum er ætlað að leiða vinnuna við gerð stefnunnar og leggja fram drög að henni fyrir atvinnu- og menningarnefnd fyrir 10. apríl 2015.
Menningarstefnunni er ætlað að draga fram hlutverk, áherslur og aðkomu sveitarfélagsins að menningartengdri starfsemi og listum.
Á fundi atvinnu- og menningarnefndar gerði Ragnhildur Rós Indriðadóttir grein fyrir stöðu verkefnisins um mótun menningarstefnu sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn hvetur íbúa sveitarfélagsins til að mæta á fyrirhugaðan vinnufund um stefnuna, sem auglýstur verður fljótlega og taka þátt í mótun hennar.
Á fundinn mættu Stefán Bogi Sveinsson, Esther Kjartansdóttir og Sigríður Sigmundsdóttir fulltrúar úr starfshópi um mótun menningarstefnu sveitafélagsins. Fulltrúarnir kynntu sitt hlutverk fyrir nefndarmönnum. Fulltrúar úr starfshópnum óskuðu eftir athugasemdum og ábendingum frá fulltrúum ungmennaráðs sem ráðið samþykkti einróma að taka til umræðu. Áhrif og sýn ungs fólks á menningarstefnu sveitafélagsins var til umræðu. Athugasemdirnar voru ritaðar niður og afhentar starfshópnum 11.3.2015.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn fagnar samráði starfshóps um menningarstefnu við ungmennaráðið og þátttöku ráðsins í að móta menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.
Ragnhildur Rós fór yfir stöðu vinnunnar við gerð menningarstefnu sveitarfélagsins. Ljóst er vinna við hana tekur lengri tíma en áætlað var. Stefnt er að skilum í haust.
Fyrir liggja drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.
Farið var yfir drögin, nokkrar athugasemdir bárust og mun starfshópurinn um menningarstefnuna taka hana áfram til umfjöllunar og leggja endanleg drög fyrir nefndina við fyrsta tækifæri.
Fyrir liggja drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs sem vinnuhópur atvinnu- og menningarnefndar hefur unnið að á undanförnum mánuðum og skilar nú af sér. Vinnuhópinn skipuðu þau Esther Kjartansdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir (formaður), Sigríður Þráinsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson auk Óðins Gunnars sem var starfsmaður hópsins.
Atvinnu- og menningarnefnd þakkar vinnuhópnum vel unnin störf og óskar eftir umsögnum við stefnudrögin fyrir 1. apríl 2016, frá eftirfarandi aðilum: Nefndum sveitarfélagsins, skólastofnunum, menningarstofnunum og félagsmiðstöðvum.
Fyrir liggja drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs sem vinnuhópur atvinnu- og menningarnefndar hefur unnið að á undanförnum mánuðum og skilar nú af sér. Vinnuhópinn skipuðu þau Ragnhildur Rós Indriðadóttir (formaður),Esther Kjartansdóttir, Sigríður Sigmundsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson, auk Óðins Gunnars sem var starfsmaður hópsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar vinnuhópnum vel unnin störf og óskar eftir umsögnum við stefnudrögin fyrir 1. apríl 2016, frá eftirfarandi aðilum: Nefndum sveitarfélagsins, skólastofnunum, menningarstofnunum og félagsmiðstöðvum.
Erindi í tölvupósti dagsett 03.03.2016 þar sem Óðinn Gunnar Óðinsson f.h. vinnuhóps um menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, óskar eftir umsögn og athugasemdum umhverfis- og framkvæmdanefndar við framlögð drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög.
Erindi í tölvupósti dagsett 03.03.2016 þar sem Óðinn Gunnar Óðinsson f.h. vinnuhóps um menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, óskar eftir umsögn og athugasemdum náttúruverndarnefndar við framlögð drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.
Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs lögð fram til umsagnar. Fræðslufulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við atvinnu- og menningarnefnd.
Fyrir liggja umsagnir nefnda og stofnana við drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að menningarstefnu sveitarfélagsins en telur að torvelt geti reynst að framkvæma leið númer 20 í kafla tvö, um gjaldtöku fyrir listviðburði og sýningar á vegum sveitarfélagsins.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að boðað verði til vinnufundar með stofnunum sveitarfélagsins um stefnuna og útfærslu hennar. Starfsmanni og Ragnhildi Rós falið að undirbúa fundinn.
Fyrir liggur Menningarstefna Fljótsdalshéraðs sem samþykkt var í maí 2016.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að taka saman hvernig til hefur tekist við framkvæmd stefnunnar fram að þessu og kanna hvernig ábyrgðaraðilum gengur að vinna samkvæmt henni. Loks minnir nefndin á að stefnan skal endurskoðuð fyrir 1. október n.k.
Fyrir liggur til kynningar samantekt starfsmanns nefndarinnar um framkvæmd menningarstefnunnar og hvernig ábyrgðaraðilum gengur að vinna samkvæmt henni.
Atvinnu- og menningarnefnd þakkar forstöðumönnum fyrir upplýsingarnar um framkvæmd stefnunnar og gleðst yfir því blómlega menningarstarfi sem fram fer innan stofnana sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.