Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

216. fundur 06. maí 2015 kl. 17:00 - 21:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Klukkan 16:00 hófst fundur bæjarstjórnar með ungmennaráði.
Þar kynntu fjórir fulltrúar ungmennaráðs, ásamt Öddu Steinu forvarnarfulltrúa, málefni ungmennaráðs og helstur viðfangsefni þess á líðandi vetri.
Stefnt er að því að halda sameiginlegan fund bæjarstjórnar og ungmennaráðs með haustinu.

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2015

Málsnúmer 201501262

Gunnar Jónsson kynnti starfsáætlun fyrir málaflokk 21, en þar er færður kostnaður við yfirstjórn sveitarfélagsins, auk ýmissa smærri liða.

Aðrir sem til máls tóku undir þessum lið voru, í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson,sem bar fram fyrirspurnir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem bar fram fyrirspurn, Páll Sigvaldason, Árni Kristinsson, Anna Alexandersdóttir, Gunnar Jónsson, sem svaraði fyrirspurnum, Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson. Sigrún Blöndal og Gunnar Jónsson.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 292

Málsnúmer 1504009

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.6

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila fjármálastjóra að leita eftir fjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga m.a. með vísan til fjárhagsáætlunar ársins 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Á fundi bæjarráðs kynnti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri drög að rammaáætlun fyrir fjárhagsáætlun ársins 2016 og fór yfir ýmsar forsendur tengdar áætluninni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fjármálastjóri sendi út til nefndanna þau drög ramma sem hann lagði fram. Stefnt skal að því að tillögum frá nefndum verði skilað inn fyrir lok maí mánaðar þannig að bæjarstjórn geti samþykkt endanlegan ramma fjárhagsáætlunar 2016 á fundi í júní.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 15.apríl 2015

Málsnúmer 201504060

Lagt fram til kynningar.

2.4.Helstu mál er geta varðað sveitarfélög á vettvangi ESB

Málsnúmer 201504045

Lagt fram til kynningar.

2.5.Ráðgjöf til sveitarstjórna og stofnana á þeirra vegum.

Málsnúmer 201504036

Lagt fram til kynningar.

2.6.Húsaleiga Miðvangi 31

Málsnúmer 201504059

Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að vinna drög að tímabundnum leigusamningi við núverandi leigjendur og leggja hann fyrir bæjarráð. Að öðru leyti er skipulagi og framtíðarnotkun svæðisins vísað til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Í vinnslu.

2.8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

Málsnúmer 201502122

Lagt fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 293

Málsnúmer 1504016

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.7

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Til fundar bæjarráðs mættu undir þessum lið Magnús Ásmundsson, Hafsteinn Jónasson og Þröstur Stefánsson frá körfuknattleiksdeild Hattar til að ræða viðhald á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og útikörfuboltavöll í stað þess sem fór undir leiksvæði við Egilsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að taka þessi erindi til skoðunar nú í maí, þegar nefndin skilar sínum tillögum að rammafjárhagsáætlun 2016. Jafnframt verði nýframkvæmdir ársins 2016 settar upp í rammaáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201501132

Lagt fram til kynningar.

3.3.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Umfjöllun frestað.

3.4.Endurskoðun kosningalaga

Málsnúmer 201504071

Lagt fram til kynningar.

3.5.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Bæjarráð samþykkti að vísa skýrslunni til stjórnenda viðkomandi skóla og fræðslunefndar og gefa þeim kost á að koma á framfæri spurningum til skýrsluhöfunda, enda hafi þær borist fyrir 6. maí 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og felur fræðslufulltrúa að taka við spurningunum og koma þeim til skýrsluhöfunda. Að þeim svörum fengnum, er skýrslunni, ásamt svörum við spurningum, vísað til fræðslunefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124

Í vinnslu.

3.7.Umferð hópbifreiða í miðbæ Egilsstaða

Málsnúmer 201504112

Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda á Fljótsdalshéraði varðandi stoppistöð fyrir hópbifreiðar í miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fljótsdalshérað gerir ráð fyrir aðstöðu fyrir hópbifreiðar á bílastæði við Kaupvang 17, en þar er sveitarfélagið að byggja upp salernisaðstöðu og bílastæði samkvæmt tilmælum þjónustuaðila í miðbæ Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2015

Málsnúmer 201501262

Í vinnslu.

3.9.Uppbygging ljósleiðaravæðingar

Málsnúmer 201504114

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 24. apríl 2015, um fyrirhugaða ljósleiðaravæðingu á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur æskilegt að ljósleiðaravæðing Austurlands verði unnin í samstarfi sveitarfélaga á svæðinu, en telur þó að í ljósi þess að aðstæður sveitarfélaga eru nokkuð ólíkar og ólík vandamál sem þarf að takast á við, sé nauðsynlegt að hvert sveitarfélag fyrir sig vinni ákveðna grunnvinnu, áður en til samhæfingar kemur.
Bæjarstjórn hvetur sveitarfélög á Austurlandi til að hefja slíka vinnu sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 294

Málsnúmer 1504020

Til máls tók: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Í vinnslu.

4.2.Fundargerð 187. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201504120

Lögð fram til kynningar.

4.3.Fundargerðir Ársala bs. 2015

Málsnúmer 201501268

Lögð fram til kynningar.

4.4.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2015

Málsnúmer 201501262

Tekið fyrir undir lið 1.

4.5.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Í vinnslu.

4.6.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Í vinnslu.

4.7.Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar

Málsnúmer 201504126

Lagt fram til kynningar fundarboð á ársfund Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaráls og Landsvirkjunar, en fundurinn er haldinn í dag á sama tíma og fundur bæjarstjórnar. Starfsmenn sveitarfélagsins sitja fundinn fh. Fljótsdalshéraðs.

4.8.Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum/til umsagnar

Málsnúmer 201504135

Lagt fram til kynningar.

4.9.Beiðni um tilnefningar fulltrúa í svæðisráð fyrir rekstrarsvæði 2 í Vatnajökulsþjóðgarði

Málsnúmer 201504136

Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 28. apríl 2015 með beiðni um að Fljótsdalshérað og Fljótsdalshreppur tilnefni sameiginlega þrjá fulltrúa í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs, rekstrarsvæði 2.
Hefðbundin skipan mála er sú að Fljótsdalshérað tilnefnir 2 fulltrúa og Fljótsdalshreppur 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Ruth Magnúsdóttir og Björn Ármann Ólafsson verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs og að haft verði samband við Fljótsdalshrepp um tilnefningu á fulltrúa þeirra í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs á rekstrarsvæði 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Sjávarútvegsskóli Austurlands

Málsnúmer 201504139

Lagt fram kynningarefni frá Sjávarútvegsskóla Austurlands ásamt erindi frá skólanum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og er allmennt fylgjandi því að ungmenni hafi tækifæri til að kynnast grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til verkstjóra vinnuskólans til nánari skoðunar og niðurstaðan verði svo kynnt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd, sem afgreiði málið endanlega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 17

Málsnúmer 1504001

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti tillöguna og lagði fram drög að bókunum. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 5,1 og Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi liði 5.1, 5.2.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Skógrækt á Héraði

Málsnúmer 201503112

Skógrækt er mikilvæg atvinnugrein á Fljótsdalshéraði og hafa margir af henni bæði beina og óbeina atvinnu. Skógrækt ríkisins er með mjög öfluga starfsemi á Fljótsdalshéraði, bæði á Hallormsstað og á Egilsstöðum, en á Egilsstöðum hafa aðalskrifstofur stofnunarinnar verið frá 1990.
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur ríkisvaldið til að styrkja og efla þessa starfstöð enn frekar.

Skógrækt hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár með lægri fjárveitingum til greinarinnar. Landsframleiðsla á skógarplöntum hefur hrapað úr rúmlega 6 milljón plöntum niður í um 3 milljónir plantna. Samdrátturinn hefur sett rekstur gróðrarstöðva í uppnám og er nú svo komið að flestar eiga í töluverðum rekstrarerfiðleikum og sumar hafa þegar hætt störfum. Þetta hefur valdið því að ársverkum í gróðrarstöðvum hefur fækkað verulega og verktökum fækkað í gróðursetningu og girðingavinnu. Þessi mikli samdráttur á framleiðslu skógarplantna undanfarin ár mun hafa alvarleg áhrif á afkomu hinna ýmsu greina sem byggja afkomu sína á skógrækt og skógarvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og telur mjög mikilvægt að ríkisvaldið bregðist strax við með aukningu á fjármagni til plöntuframleiðslu og gróðursetningar, svo hægt sé m.a. að standa við gerða samninga og ræktunaráætlanir. Þá vekur bæjarstjórn athygli á að stærri hluti af kostnaði við framleiðslu á plöntum og nýræktun skóga eru laun sem skila fjárframlögum til baka til ríkis og sveitarfélaga í formi skatta og gjalda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201504016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ljóst er að ferðaþjónusta er hratt vaxandi atvinnugrein og mikilvæg fyrir Fljótsdalshérað. Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og hvetur til þess að sveitarfélagið og fyrirtæki hugi sem fyrst að ásýnd og fegrun umhverfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Greining á þróun atvinnulífsins

Málsnúmer 201504026

Í vinnslu.

5.4.Ljósmyndasýningin Arctic Biodiversity

Málsnúmer 201504013

Fyrir liggur tölvupóstur frá Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa Fjarðaáls, þar sem sveitarfélaginu er boðin ljósmyndasýningin Arctic biodiversity til sýningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar fyrir og þiggur boðið með þökkum. Gert verði ráð fyrir að ljósmyndunum verði komið fyrir í eða við miðbæ Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Umsókn um styrk vegna ljósmyndaverkefnis

Málsnúmer 201503153

Fyrir liggur styrkumsókn frá Ragnhildi Aðalsteinsdóttur, dagsett 25. mars 2015, vegna ljósmyndaverkefnis og sýningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að sýningin verði styrkt um kr. 100.000 sem verði tekið af lið 05890.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot af húsnæði sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum að verklagsreglum um afnot af húsnæði sveitarfélagsins til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Umsókn um styrk vegna útgáfu plötu og tónleika

Málsnúmer 201504022

Fyrir liggur styrkumsókn frá Breka Steini Mánasyni, vegna útgáfu á plötu Laser Life og til að halda útgáfutónleika.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið tónleikar á Egilsstöðum verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 05890.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Atvinnu- og menningarnefnd - 18

Málsnúmer 1504018

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti tillöguna og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 6.3 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 6.3 og 6.4. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 6.3 og 6.4 og svaraði fyrirspurn og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 6.3.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf. v.2014

Málsnúmer 201503043

Fyrir liggur aðalfundargerð Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf fyrir 2014, frá 26. mars 2015. Einnig liggur fyrir bréf dagsett 21. apríl 2015 með hvatningu til hluthafa með ósk um kaup á meiri hlut í félaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og sér sér ekki fært að auka hlut sveitarfélagsins í Gróðrarstöðinni Barra ehf. Að öðru leyti er aðalfundargerð félagsins lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Ósk um styrk til þróunar á atvinnustarfsemi tengdri heilsueflingu

Málsnúmer 201504097

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

6.3.Torg á lóð Miðvangs 2-4

Málsnúmer 201504106

Fyrir liggur bréf frá Sigurði Ragnarssyni, stjórnarmanni húsfélags Miðvangs 2-4, dagsett 20. apríl 2015, þar sem fram kemur ósk um samstarf við sveitarfélagið um torghugmyndir á lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og tekur vel í hugmyndir húsfélagsins um að loka fyrir bílaumferð um bílastæði vestan megin við Miðvang 2-4 og gera það að torgi, tímabundið. Málinu að öðru leyti vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Ormsstofa

Málsnúmer 201401042

Í vinnslu.

6.5.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105

Í vinnslu.

6.6.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Í vinnslu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 22

Málsnúmer 1504015

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.15, 7.3 og bar fram fyrirspurnir og Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurnum.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Þjónustusamfélagið á Héraði

Málsnúmer 201504016

Málið er í vinnslu.

7.2.Samfélagsdagur 2015

Málsnúmer 201503040

Vakin er athygli á að á fundi hjá Þjónustusamfélaginu var spurt hvort ekki yrði samfélagsdagur í vor eins og undanfarið. Málið var áður á dagskrá 11.03. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að samfélagsdagurinn verði laugardaginn 30. maí.
Samþykkt að fela starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að skipuleggja verkefnin og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Sumarblóm fyrir sveitarfélagið sumarið 2015

Málsnúmer 201502039

Erindi dagsett 31.01. 2015 þar sem Ásta Sigfúsdóttir kt. 030151-2599 og Kjartan Birgir Reynisson kt. 040452-4359 óska eftir að leita samninga við sveitarfélagið um kaup og ráðgjöf varðandi sumarblóm og umhirðu. Málið var áður á dagskrá 11.02. 2015. Fyrir liggja tilboð frá tveimur aðilum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga til samninga við Ástu Sigfúsdóttur og Kjartan Reynisson.
Bæjarstjórn samþykkir að fela starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að gera drög að samningi og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Samningur um minkaveiði á Norður-Héraði

Málsnúmer 201504082

Í vinnslu.

7.5.Ósk um samning um refaveiði

Málsnúmer 201409031

Í vinnslu.

7.6.Fundir Náttúrustofu Austurlands 2015

Málsnúmer 201501198

Lagt fram til kynningar.

7.7.Fundur um þjóðlendumál 2015

Málsnúmer 201503158

Lögð fram tilkynning frá Forsætisráðuneytinu, dags. 25. mars 2015, um fyrirhugaðan fund á Egilsstöðum um þjóðlendumál, 20. maí 2015. Erindinu vísað frá bæjarráði 01.04. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis-og framkvæmdanefnd og beinir því til fulltrúa í nefndinni og starfsmanna, að þeir sem hafi tök á mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.8.Úrskurður um sorphreinsunar- og eyðingargjald.

Málsnúmer 201504009

Lagt fram til kynningar.

7.9.Vistvænar samgöngur

Málsnúmer 201503157

Í vinnslu.

7.10.Beiðni um að fá að setja upp vegvísi

Málsnúmer 201501193

Afgreiðsla umhverfis- og mannvirkjanefndar staðfest.

7.11.Skógarlönd 3C, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi.

Málsnúmer 201411159

Erindi í tölvupósti dagsett 24.11. 2014 þar sem Þorsteinn Ólafs f.h. VBS eignasafns hf. kt.621096-3039 óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi um lóðina Skógarlönd 3 C, en samningurinn rann út árið 2012. Málið var áður á dagskrá 10.12. 2014. Fyrir liggja gögn til upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindi VBS eignasafns, þar sem óskað er eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Skógarlanda 3 C, verði hafnað og að fasteignagjöld sem innheimt hafa verið af lóðinni frá því lóðarleigusamningur rann út, verði endurgreidd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.12.Upplýsingabeiðni vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði.

Málsnúmer 201504023

Í vinnslu.

7.13.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195

Lagt fram til kynningar.

7.14.Þrif í stofnunum sveitarfélagsins

Málsnúmer 201504078

Í vinnslu.

7.15.Tjarnargarður göngustígur

Málsnúmer 201504081

Til umræðu er gerð göngustígs í Tjarnargarðinum, milli Laufskóga og Tjarnarlanda. Fyrir liggur tillaga um legu stígsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að trjágróður vestan við göngustíginn verði felldur/færður til að rýmka til fyrir stígnum, en í staðinn verði nýjum trjám plantað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 215

Málsnúmer 1504010

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 8.5 og bar fram fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 8.5 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 8.5 og svaraði fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 8.5 og bar fram fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 8.5 og svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 8.5 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 8.5 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 8.5.

Fundargerðin lögð fram:

8.1.Erindi frá foreldraráði leikskólans Tjarnarskógar

Málsnúmer 201504068

Á fundi fræðslunefndar kynnti Hlín Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, erindið sem varðar beiðni um heimild til lengri gjaldfrjálsrar vistunar i upphafi og lok dags í þeim sérstöku tilvikum þar sem foreldrar eiga börn á báðum starfsstöðvum leikskólans Tjarnarskógar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að heimildin verði rýmkuð úr þeim 15 mínútum sem nú er um að ræða í 30 mínútur samtals á dag. Aldrei verði um meira en 15 mínútur að ræða annars vegar í upphafi dags og 15 mínútur í lok dags. Þetta hafi þó aldrei áhrif á opnunartíma leikskólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Innritun í leikskóla 2015

Málsnúmer 201504070

Lagt fram til kynningar.

8.3.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Afgreitt undir lið 5.6

8.4.Gjaldskrá fyrir afnot af skólahúsnæði

Málsnúmer 201504069

Á fundi fræðslunefndar var farið yfir tillögu að gjaldskrá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi gjaldskrártillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.5.Skólahverfi - skólaakstur

Málsnúmer 201504072

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna þeirra breytinga sem verða á skólastarfi á Hallormsstað frá og með næsta skólaári samþykkir bæjarstjórn að tillögu fræðslunefndar að skólahverfi Hallormsstaðaskóla og Egilsstaðaskóla verði sameinuð í eitt skólahverfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og óskar eftir að niðurstöður frá Starfshópi um almenningssamgöngur og skólaakstur, sem starfað hefur í vetur liggi fyrir þegar næsti fundur verður í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar felur bæjarstjórn fræðslufulltrúa að endurnýja samninga við skólabílstjóra í samræmi við gildandi reglur.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (P.S.)

8.6.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032

Lagt fram til kynningar.

8.7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

9.Félagsmálanefnd - 135

Málsnúmer 1504008

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

9.1.Félagsleg heimaþjónusta

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

9.2.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

9.3.Stöðugildi félagsþjónustu 2015

Málsnúmer 201504088

Lagt fram til kynningar.

9.4.Yfirlit yfir laun Félagsþjónustu 2015

Málsnúmer 201504089

Lagt fram til kynningar.

9.5.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2016

Málsnúmer 201504094

Vísað til gerðar rammaáætlunar 2016.

9.6.Rannsókn á líðan ungmenna á Austurlandi

Málsnúmer 201504101

Formaður nefndarinnar upplýsti félagsmálanefnd um niðurstöður rannsóknar á líðan ungmenna á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn styður samþykkt félagsmálanefndar að bjóða aðal og varamönnum fræðslunefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, auk forvarnarfulltrúa sveitarfélagsins til fundar 24. júní n.k. kl. 15.00 þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 10

Málsnúmer 1504007

Til máls tóku: Karl Lauritzson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 10.2, 10.5 og 10.6. Stefán Bogi Sveinsson,sem ræddi liði 10.2, 10.3 og 10.5 Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 10.3 og 10.5. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 10.3 og 10.5. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 10.3 og 10.5. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 10.3 og 10.5. Karl Lauritzson, sem ræddi liði 10.2, 10.5 og 10.9. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 10.3, 10.5, 10.8 og 10.9 Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 10.3, 10.5, 10.6 og 10.9. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 10.3, 10.5, 10.8 og 10.9 og Karl Lauritzson, sem ræddi lið 10.3.

Fundargerðin lögð fram.

10.1.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Afgreitt undir lið 5.6.

10.2.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að félagsmiðstöðvarnar Nýung og Afrek verði sameinaðar og ný félagsmiðstöð taki til starfa 1. september 2015, með aðsetur í húsnæði Nýungar. Skoðað verði að hluti af skipulagðri starfsemi fyrir miðstig fari fram í Fellaskóla.
Bæjarstjórn leggur til að efnt verði til samkeppni um nafn á nýrri félagsmiðstöð. Jafnframt verði tryggðar almenningssamgöngur á milli Fellabæjar og Egilsstaða á opnunartíma nýrrar félagsmiðstöðvar.

Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (Þ.M.Þ.)

10.3.Beiðni um frisbígolfvöll í Tjarnargarðinn

Málsnúmer 201504030

Í vinnslu.

10.4.Beiðni um styrk vegna vormóts FSÍ á Egilsstöðum 2015

Málsnúmer 201503148

Fyrir liggur beiðni um styrk, dagsett 23. mars 2015, frá Fimleikadeild Hattar, vegna Vormóts FSÍ 15.-17. maí n.k. á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 250.000 sem verði tekið af lið 06890.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.5.Frisbígolfvöllur

Málsnúmer 201501275

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 9. mars 2015, frá Degi Skírni Óðinssyni, fyrir hönd minningarsjóðs um Pétur Kjerúlf, þar sem boðinn er stuðningur við uppbyggingu frisbígolfaðstöðu í Tjarnargarðinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar fyrir höfðinglegt boð um stuðning við uppbyggingu frisbígolfvallar í Tjarnargarðinum. Vísað er að öðru leyti til erindis 201504030 á dagskrá fundarins, en málið verður aftur til afgreiðslu á næsta fundi íþrótta- og tómstundanefndar.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (Þ.M.Þ)

10.6.Ósk um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201503159

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Hestamannafélaginu Freyfaxa vegna æskulýðsstarfsemi á vegum félagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið af lið 06890.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.7.Saman-hópurinn, beiðni um fjárstuðning 2015

Málsnúmer 201503106

Fyrir liggur beiðni um fjárstuðning vegna forvarnastarfs Saman-hópsins árið 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 20.000 sem verði tekið af lið 06890.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.8.Skáknámskeið fyrir börn og unglinga

Málsnúmer 201504041

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.

10.9.Urriðavatnssund 2015, beiðni um stuðning

Málsnúmer 201503070

Fyrir liggur bréf dagsett 11. apríl 2015, frá Pétri Heimissyni f.h. skipuleggjenda Urriðavatnssunds, þar sem óskað er eftir áframhaldandi og auknum stuðningi sveitarfélagsins við Urriðavatnssundið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 06890.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Náttúruverndarnefnd - 3

Málsnúmer 1504014

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 11.5. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 11.5 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 11.5.

Fundargerðin lögð fram:

11.1.Fundur um þjóðlendumál 2015

Málsnúmer 201503158

Lögð fram tilkynning frá forsætisráðuneytinu, dags. 25. mars 2015, um fyrirhugaðan fund um þjóðlendumál. Fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum þann 20. maí 2015. Formaður eða varaformaður kemur til með að sitja fundinn fyrir hönd náttúruverndarnefndar.

11.2.Skýrsla náttúruverndarnefndar 2014

Málsnúmer 201501249

Lagt fram til kynningar.

11.3.Uppsalir í Eiðaþinghá Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201411045

Málið er í vinnslu.

11.4.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036

Lagt fram til kynningar.

11.5.Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201209108

Á fundi náttúruverndarnefndar var tekin upp bókun umhverfis- og héraðsnefndar frá 28. maí 2013 varðandi fyrirhugaðan fund um friðlýsingar.
´
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn bendir á að náttúruverndarnefnd stefnir á að halda opinn kynningarfund um friðlýsingarmál í sveitarfélaginu og felur starfsmanni nefndarinnar að hafa samband við Umhverfisstofnun og kanna mögulegan fundartíma. Málið er að öðru leyti ennþá í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 19

Málsnúmer 1504023

Fundargerðin lögð fram:

12.1.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

Málsnúmer 201311125

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 21:15.