Erindi frá foreldraráði leikskólans Tjarnarskógar

Málsnúmer 201504068

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 21.04.2015

Hlín Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, kynnti erindið sem varðar beiðni um heimild til lengri gjaldfrjálsrar vistunar i upphafi og lok dags í þeim sérstöku tilvikum þar sem foreldrar eiga börn á báðum starfsstöðvum leikskólans Tjarnarskógar. Fræðslunefnd leggur til að heimildin verði rýmkuð úr þeim 15 mínútum sem nú er um að ræða í 30 mínútur samtals á dag, Aldrei verði um meira en 15 mínútur að ræða annars vegar í upphafi dags og 15 mínútur í lok dags. Þetta hafi þó aldrei áhrif á opnunartíma leikskólans. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Á fundi fræðslunefndar kynnti Hlín Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, erindið sem varðar beiðni um heimild til lengri gjaldfrjálsrar vistunar i upphafi og lok dags í þeim sérstöku tilvikum þar sem foreldrar eiga börn á báðum starfsstöðvum leikskólans Tjarnarskógar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að heimildin verði rýmkuð úr þeim 15 mínútum sem nú er um að ræða í 30 mínútur samtals á dag. Aldrei verði um meira en 15 mínútur að ræða annars vegar í upphafi dags og 15 mínútur í lok dags. Þetta hafi þó aldrei áhrif á opnunartíma leikskólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.