Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

215. fundur 21. apríl 2015 kl. 17:00 - 19:35 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Jóhanna Harðardóttir, Þórey Birna Jónsdóttir og Hlín Stefánsdóttir mættu undir liðum 1-2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Dagur Emilsson mættu á fundinn undir liðum 3-5 og Þorvaldur Hjarðar sat fundinn undir liðum 3-7.

1.Erindi frá foreldraráði leikskólans Tjarnarskógar

Málsnúmer 201504068

Hlín Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, kynnti erindið sem varðar beiðni um heimild til lengri gjaldfrjálsrar vistunar i upphafi og lok dags í þeim sérstöku tilvikum þar sem foreldrar eiga börn á báðum starfsstöðvum leikskólans Tjarnarskógar. Fræðslunefnd leggur til að heimildin verði rýmkuð úr þeim 15 mínútum sem nú er um að ræða í 30 mínútur samtals á dag, Aldrei verði um meira en 15 mínútur að ræða annars vegar í upphafi dags og 15 mínútur í lok dags. Þetta hafi þó aldrei áhrif á opnunartíma leikskólans. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Innritun í leikskóla 2015

Málsnúmer 201504070

Fræðslufulltrúi kynnti frumstöðu innritunar í leikskóla 2015. Endanleg niðurstaða verður kynnt þegar hún liggur fyrir.

3.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Farið yfir tillögu að verklagsreglum og gerðar fáeinar tillögur að breytingum á orðalagi í lokagrein reglnanna. Verklagsreglurnar samþykktar samhljóða með handauppréttingu með áorðnum breytingum.

4.Gjaldskrá fyrir afnot af skólahúsnæði

Málsnúmer 201504069

Farið yfir tillögu að gjaldskrá. Stefanía Malen Stefánsdóttir gerði athugasemd við hækkun á gjaldtöku fyrir veislur í húsnæði Brúarásskóla. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrártilögu samhljóða með handauppréttingu.

5.Skólahverfi - skólaakstur

Málsnúmer 201504072

Kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd hittust á vinnufundi vegna þessa liðar 19. apríl 2015.
Vegna þeirra breytinga sem verða á skólastarfi á Hallormsstað frá og með næsta skólaári leggur fræðslunefnd til að skólahverfi Hallormsstaðaskóla og Egilsstaðaskóla verði sameinuð í eitt skólahverfi. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fræðslunefnd óskar eftir að niðurstöður frá Starfshópi um almenningssamgöngur og skólaakstur sem starfað hefur í vetur liggi fyrir þegar næsti fundur verður í fræðslunefnd. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að endurnýja samninga við skólabílstjóra í samræmi við gildandi reglur. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Stefanía Malen Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa síðasta þáttar vegna vanhæfis.

6.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032

Farið yfir þróun launa á fræðslusviði á fyrsta ársfjórðungi ársins.

7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:35.