Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 10.03.2014

Skólastjórnendur þeirra tveggja grunnskóla þar sem tilhneiging virðist til hærri launaliðar en áætlun gerir ráð sátu fyrir svörum. Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að stjórnendur stofnana fylgist grannt með þróun fjárhagsliða og bregðist strax við ef virðist sem áætlun standist ekki.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 08.07.2014

Farið yfir stöðu á launaliðum stofnana á fræðslusviði. Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla gaf skýringar vegna fyrirsjáanlegrar framúrkeyrslu á launalið, en þar hafa verið mjög mikil forföll á fyrri hluta ársins. Bent er á að endurgreiðslur sem varða áfallinn launakostnað eru færðar á tekjulið og þar hafa verið tekjufærðar 2.000.000 það sem af er ársins. Stór hluti svokallaðs launapotts ársins hefur verið kostnaðarfærður á fyrri hluta ársins. Dregið verður úr starfsmannahaldi í Egilsstaðaskóla sem nemur 75% stöðu stuðningsfulltrúa og hálfri stöðu kennara næsta skólaár. Í Brúarásskóla eru einnig tekjufærslur vegna endurgreiðslna sem varðar launalið. Dregið verður úr starfsmannahaldi þar sem nemur um 40% stöðu almenns starfsmanns og um 30% stöðu kennara og með því ætti að vera mögulegt að ná nokkru jafnvægi á launalið að öðru leyti en sem varðar nýgerða kjarasamninga. Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til almennt að fylgjast mjög vel með þróun kostnaðar og bregðast við í tíma þar sem tilefni er til.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 24.02.2015

Farið yfir niðurstöðu launa í janúar 2015 - fræðslufulltrúa falið að fara yfir mál með þeim stjórnendum þar sem um frávik er að ræða frá áætlun. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 25.03.2015

Farið yfir þróun launaliða í stofnunum á fræðslusviði í janúar og febrúar 2015.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 21.04.2015

Farið yfir þróun launa á fræðslusviði á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 08.09.2015

Skólastjórar Egilsstaðaskóla, leikskólans Tjarnarskógar og Tónlistarskólans í Brúarási skýrðu frávik á launalið þeirra stofnana og lögðu mat á endanlega niðurstöðu á launalið viðkomandi stofnana. Skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ hafði sent greinargerð vegna launaliðarins, en hún gat ekki mætt á fundinn. Fræðslunefnd fer þess á leit að skólastjórnendur sem í hlut eiga skili með fjárhagsáætlun 2016 áætlun um endanlega niðurstöðu launaliðar 2015. Fræðslunefnd mun þá leita heimildar ef ljóst er að launaliður muni fara fram úr samþykktum fjárheimildum.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 13.10.2015

Fræðslunefnd vekur athygli á raunstöðu á launalið stofnana á fræðslusviði á árinu 2015 og þeim kjarasamningsbundnu hækkunum sem hafa orðið á árinu. Ljóst er að launaliður mun fara umtalsvert fram úr samþykktri áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Fræðslunefnd vekur athygli á raunstöðu á launalið stofnana á fræðslusviði á árinu 2015 og þeim kjarasamningsbundnu hækkunum sem hafa orðið á árinu. Ljóst er að launaliður mun fara umtalsvert fram úr samþykktri áætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn hvetur fræðslunefnd og skólastofnanir til að haga rekstri stofnanna á fræðslusviði með þeim hætti að áhrif kjarasamningsbundinna hækkana launa raski sem minnst heildarfjárútlátum til fræðslumála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 24.11.2015

Ljóst er að launaliður á fræðslusviði stefnir í að fara um 25 milljónir fram úr fjárheimildum. Skýringinu er fyrst og fremst að finna í ófyriséðum kjarasamningsbundnum hækkunum og afturvirkri starfsmatsleiðréttingu hjá almennum starfsmönnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 08.12.2015

Farið yfir stöðu þróunar launaliðar á fræðslusviði.